Saga - 2009, Page 10
því til kaupmannahafnar árið 1906 til viðgerðar. Svend Rønne, mál-
ari og forvörður við Statens Museum for kunst í kaupmanna höfn
frá 1904 til dauðadags 1938, tók að sér viðgerðina og gerði bæði við
málverkið og rammann.12 Matthías var mjög hrifinn af verkinu
þegar það kom til baka og skrifaði í skrá safnsins að það sé í
Loðvíks XIV stíl og „gæti verið eftir Rigaud eða einhvern snilling“.
Hyacinthe Rigaud (1659–1743) var hirðmálari Loðvíks XIV og
málaði m.a. fræga mynd af sólkonungnum í fullri stærð, sem nú
hangir í Louvre-safninu í París, og aðra eftirmynd málverksins, sem
konungurinn pantaði og er varðveitt í höllinni í Versölum. Það
verður þó að segjast eins og er að það er ekkert við málverkið af
fjölskyldu Gottrups sem minnir á verk Rigauds. Hann var þekktur
fyrir að mála viðfangsefni sín í fullri stærð og leggja mikla áherslu
á klæðnað fyrirmyndanna og umhverfi. Því þykja málverk Rigauds
ómetanlegar heimildir um tísku þess tíma í klæðnaði og húsbúnaði.
Aldur málverksins af Gottrup og fjölskyldu er ekki hægt að
greina með vissu. Vitað er að Catarina og Gottrup voru í kaup -
manna höfn 1701–1702. Hann var þá rúmlega fimmtugur og hún 35
ára, eða nokkurn veginn á þeim aldri sem málverkið sýnir þau.
Málverkið mun þó málað síðar því það sýnir börnin stálpuð: elsta
dóttirin Mette Maria var fædd 1690, sonurinn Jóhann 1691, Magda -
lena 1692 og yngsta dóttirin Anna Sophia 1698.13 Gottrup fór aftur
til kaupmannahafnar árið 1705, en ekki er að sjá af heimildum að
hann hafi siglt eftir það. Ljóst er af vísitasíugjörð Steins Jónssonar
Hólabiskups að málverkið var uppi við í Þingeyrakirkju þann 14.
september árið 1725 þegar biskup bar þar að garði.14
Satt að segja virðist manni að þetta málverk sé sett saman af
mörg um sjálfstæðum andlitsmyndum sem danski málarinn hafi
haft til fyrirmyndar. Gildir það einkum um myndirnar af hjónun-
um, Jóhanni syni þeirra og elstu dótturinni. yngri dæturnar tvær
eru málaðar án fyrirmynda. Gottrup er sýndur hér rauðbirkinn í
andliti með sterkan, ákveðinn svip og rauðbrúna hárkollu að hætti
fyrirmanna barokktímans. Sonurinn Jóhann er einnig með hárkollu
en virðist vera fölur og fár. Mæðgurnar eru allar með ljósar hár-
kollur og litlar höfuðhettur með mislitum böndum. Catarina er í
gunnar hannesson og þóra kristjánsdóttir10
12 Weilbachskunstnerleksikon III (kaupmannahöfn 1947), bls.102.
13 ManntaláÍslandi1703, bls. 262–263.
14 ÞÍ. Biskupsskjalasafn. Bps. B. III. 13. Vísitasíubók Hólabiskups 1713–1735, bls.
125v–126.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 10