Saga - 2009, Page 16
einnig þegar mér þykir sjálfum að ég hafi tekið mínar ákvarðanir án
þess hégóma að hugsa, hvað öðrum finnst eða mun finnast þegar
frá líður. en betur get ég ekki svarað þessu og vona svo að sagan
dæmi þetta svar mitt ekki of hart!
Björn Bjarnason, alþingismaður 1991–2009 (Sjálfstfl.). Mennta -
mála ráðherra 1995–2002 og dómsmálaráðherra 2003–2009
Ég hafði ekki velt þessari spurningu fyrir mér fyrr en ég fékk hana
senda frá ritstjóra Sögu. Af því dreg ég þá ályktun að hin „sögulega
arfleifð“ hafi ekki ráðið miklu um ákvarðanir mínar í pólitík.
Hitt er annað mál, að í janúar 1995 ákvað ég að opna eigin vef -
síðu. Þetta var áður en bloggið svonefnda kom til sögunnar. Áhuga-
menn um veraldarvefinn og tölvunotkun buðu mér að setja upp
vef síðuna og hvöttu mig til að nota hana en markmið þeirra var að
vekja áhuga á þessari samskiptaleið.
Þegar ég varð ráðherra, í apríl 1995, ákvað ég að halda áfram
með síðuna, þótt það sætti nokkurri gagnrýni, meðal annars hjá
öðr um stjórnmálamönnum. Til að gera langa sögu stutta hef ég
hald ið þessari síðu á lífi þau ár sem ég hef síðan tekið þátt í stjórn-
málum, nær allan tímann sem ráðherra.
Það má því segja að ég hafi sjálfur skrifað stærstan hluta sögu
minnar sem stjórnmálamanns og alla sögu mína sem ráðherra. Í
mín um huga er þetta mín „sögulega arfleifð“. Þarna er unnt að
fræðast um hið helsta sem á daga mína hefur drifið, lesa ræður,
greinar og útskrift á viðtölum í ljósvakamiðlum, auk þess sem ég
segi skoðun mína í vikulegum pistlum og dagbókarfærslum.
Leiði ég hugann að ákvörðunum mínum sem ráðherra, sem eiga
eftir að þykja merkar í ljósi sögunnar, geri ég það með þeim fyrir-
vara að oft kemur mér á óvart hvað mönnum þykir fréttnæmt eða
frásagnarvert á líðandi stundu. Að segja fyrir um mat framtíðar-
innar er enn erfiðara.
Í ráðherrastörfum hef ég lagt mig fram um að vinna að breyt-
ingum og hrinda þeim í framkvæmd. Margt af því verður talið
sögulegt: Flutningur grunnskólans til sveitarfélaga, breytingar á
starfi framhaldsskóla til að auka val nemenda og nýskipan háskóla-
mála með einkareknum háskólum; efling menningarsetra og menn-
ingarstarfsemi víða um land; ákvörðun um tónlistarhús í Reykja -
vík. Úr dóms- og kirkjumálaráðuneyti nefni ég nýskipan lögreglu-
mála, eflingu sérsveitar, nýtt varðskip og nýja flugvél fyrir land-
sigrún pálsdóttir16
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 16