Saga - 2009, Page 21
vel ígrundaðar. Framtíðin sker síðan alltaf úr um það hversu réttar
þær ákvarðanir voru.
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar ráð -
herra 2006–2007 (utan þings)
„Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðnum vetri?“ spurði franska skáldið
Villon, með íslenskum orðum Jóns Helgasonar. Það mun nálægt
lágmarki í sögulegri þekkingu að enginn er lengi í minni og allir
gleymast fyrr en varir á jörðinni. Lifandi minni spannar ef til vill
fimm kynslóðir, tvær aftur í bernsku, sína eigin og tvær áfram á efri
árum; sumir njóta reyndar lengri kynna í ættliðum. og þá erum við
höfð í minni sem mannverur og einstaklingar, fá vegna arfs en flest
ekki. Þetta er það sem eiginlega öllum er skammtað. einstaka manns -
nafn geymist í skyldulestri í skólum, flest sem ill fordæmi að varast,
og einstaka mannsnafn lifir að góðu, aðallega í listum og bók -
mennt um. Sá sem vill festa sig í minni komandi kynslóða ætti að
forðast stjórnmál, dægurlagasöng, fréttamennsku og aðra slíka til-
burði. og enginn hefur heldur á vísan að róa með listsköpun eða
skáldskap því að tímarnir taka óvæntum sveiflum. Ég sem þessi
orð skrifa stundaði stjórnmálablaðamennsku um tíma á yngri árum
og beina þátttöku í stjórnmálum um eins árs skeið löngu síðar. Mín
verður ekki minnst frekar en annarra — og alls ekki vegna afskipta
af stjórnmálum. Ég efast um að nokkur afkomandi minn líti á mig
sem stjórnmálamann og ekki geri ég það sjálfur. Sem ráðherra
reyndi ég að ýta nokkrum framfaramálum áfram og ég reyndi að
vekja athygli á þjóðrækilegum sjónarmiðum og framtíðarsýn í anda
þjóðhyggju. Mér þykir fátt benda til að margir hafi tekið eftir því,
og ekkert í því er frumlegt eða uppspunnið í kolli mínum. en það
væri mér gleði hafi ég minnt einhverja á þessar hugsjónir. Það getur
þá orðið til góðs um skamma stund.
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður frá 2007 (Vg.). Menntamála -
ráð herra frá 2009
Markmið mitt með stjórnmálastarfi er ekki að tryggja mér góð eftir -
mæli, en ég vona auðvitað að starf mitt verði komandi kynslóðum
til góða.
Um leið og ég segi þetta er ég nokkuð viss um að fólk almennt,
óháð starfi sínu, hlýtur að velta því fyrir sér hvað verður um það
sjálfsköpun sögulegrar arfleifðar 21
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 21