Saga - 2009, Side 29
Fjölfeldni nútímans og
samanburður á menningarheimum
Ágúst Þór Árnason og Páll Björnsson ræða við
Jóhann Pál Árnason, prófessor emeritus í félagsfræði
Dalvík, Akureyri, Prag, Róm, Frankfurt am Main, Heidelberg, Biele -
feld, Melbourne, Starnberg, Tókýó, París, Uppsalir, Flórens, Leip zig.
Þessir ólíku staðir endurspegla fræðaferil Jóhanns Páls Árna son ar,
eins þekktasta núlifandi hug- og félagsvísindamanns Íslendinga. ekki
er þó víst að allir lesendur Sögu kunni á honum deili. Hver er maður-
inn? Hann fæddist á Dalvík árið 1940, útskrifaðist frá Menntaskól an -
um á Akureyri 1958 og hélt þá til Prag þar sem hann lagði stund á
heimspeki og sagnfræði. Hann útskrifaðist 1966 og fluttist þá til
Rómar til að stunda rannsóknir við Gramsci-stofnunina. Árið eftir hélt
hann til Akureyrar, ásamt tékkneskri eiginkonu sinni, Maríu Jans -
dóttur, og kenndi við sinn gamla menntaskóla veturinn 1967–1968.
Haustið 1968 hugðust þau hjónin snúa aftur til Prag þar sem
Jóhann Páll ætlaði að hefja doktorsnám, en innrás sovéska hersins
gerði þá fyrirætlun að engu. Þess í stað innritaðist hann í Háskól ann
í Frankfurt am Main í Vestur-Þýskalandi, þar sem hann lauk við
doktorsritgerð árið 1970 undir handleiðslu hins þekkta félagsheim-
spekings Jürgens Habermas. Næstu tvö árin var Jóhann Páll styrk -
þegi Humboldt-stofnunarinnar og naut þá tengsla við Institut für
Sozialforschung í Frankfurt am Main, stofnun sem m.a. er kunn
fyrir að hafa alið af sér Frankfurt-skólann á þriðja og fjórða áratug
20. aldar. Árið 1972 lá leið hans til Háskólans í Heidelberg þar sem
hann leysti af sem prófessor í þrjú ár. Árið 1975 hafði hann svo stutta
viðdvöl í Háskólanum í Bielefeld og gegndi þar starfi gesta prófess -
ors í eitt misseri um leið og hann lauk við svokallaða doktorsritgerð
hina meiri (þ. Habilitation). Þegar hér var komið sögu urðu ákveðin
þáttaskil í lífi Jóhanns Páls: Hann flutti alla leið til Ástralíu þar sem
hann tók við stöðu við La Trobe-háskólann í Melbourne. Þar var
hann meira og minna í rúma þrjá áratugi, eða þar til þau hjónin
fluttu aftur til Prag 2006. Árið eftir fundu þau sér einnig samastað á
V I Ð TA L
Saga XLVII:1 (2009), bls. 29–43.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 29