Saga - 2009, Page 30
Akureyri og hafa upp frá því búið á báðum stöðum. Auk þess sem
hér hefur verið talið upp hefur Jóhann Páll verið gistiprófessor við
fjölmargar rannsóknarstofnanir, einkum í evrópu.1
Þeir viðkomustaðir Jóhanns Páls Árnasonar sem nefndir voru í
upphafi kalla fram myndir af ólíkum menningarheimum, allt frá
fábrotnu íslensku samfélagi miðrar tuttugustu aldar til tékknesks
borgarsamfélags í andófi gegn sovétkommúnismanum á sjöunda
áratugnum, vesturþýsks samfélags á árum stúdentauppreisna og
ástralsks landnemasamfélags síðustu áratuga, sem státar gjarnan af
fjölmenningu enda þótt sumir dragi í efa að hún fyrir finnist. Slík
samþætting ólíkrar reynslu einkennir einnig fræðilega vegferð Jó -
hanns Páls Árnasonar þar sem hann hefur í um hálfa öld haldið sig
á mótum heimspeki, félagsfræði og sagnfræði. Raunar má geta þess
að þær stöður sem hann hefur gegnt eru flestar innan stofnana sem
kenna sig við félagsfræði eða félagsvísindi almennt. Á síðustu ára-
tugum hefur hann í auknum mæli snúið sér að rannsóknum á sviði
samanburðarsögu, einkum þó á ólíkum leiðum mismunandi menn-
ingarheima inn í nútímann. Þar má nefna samanburð hans á nú -
tíma væðingu Vesturlanda og þróun sovéska kerfisins og þess jap-
anska. Líklega væri einfaldast að lýsa þessu rannsókna sviði með
orðunum söguleg samanburðarfélagsfræði.
eftir Jóhann Pál liggja allnokkrar bækur, auk fjölmargra bókar-
kafla og tímaritsgreina.2 Verk hans hafa aðallega birst á ensku og
þýsku en fremur lítið hefur t.d. komið út eftir hann á íslensku.3 Þá
jóhann páll árnason30
1 Hér má m.a. nefna Max-Planck-Institut für erforschung der Lebens beding ungen
der wissenschaftlich-technischen Welt í Starnberg, École des Hautes Études en
Sciences Sociales í París, The Swedish Collegium for Advanced Studies in the
Social Sciences í Uppsölum, european University Institute í Flórens og Tókýó-
háskóla; þá hefur hann notið þess heiðurs að vera Leibniz-prófessor við Há skól -
ann í Leipzig. Loks má geta þess að Jóhann Páll hlaut hin virtu rannsóknar-
verðlaun Humboldt-stofnunarinnar (Humboldt-Forschungspreis) árið 2008.
2 Af bókum hans má nefna doktorsritgerðina, VonMarcusezuMarx.Prolegomena
zueinerdialektischenAnthropologie (Neuwied 1971), og doktorsritgerð hans hina
meiri, sem ber titilinn ZwischenNaturundGesellschaft.Studienzueinerkritischen
Theorie des Subjekts (köln 1976). Af öðrum bókum hans má nefna Praxis und
Interpretation. Sozialphilosophische Studien (Frankfurt 1988), The Future that
Failed.OriginsandDestiniesoftheSovietModel(London 1993), SocialTheoryand
JapaneseExperience.TheDualCivilization (London 1997), ThePeripheralCentre.
EssaysonJapaneseHistoryandCivilization (Melbourne 2002) og Civilizations in
Dispute.HistoricalQuestionsandTheoreticalTraditions (Leiden 2003).
3 Nefna mætti bókina Þættir úr sögu sósíalismans (Reykjavík 1970), auk greina í
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 30