Saga - 2009, Page 34
stóð að gefa ritgerðina út en áður en til þess kom réðst sovéski her-
inn inn í Tékkó slóvakíu 1968 og eftir það var ekki hægt að gefa út
rit í þessum anda. Fyrirbærafræðin var að styrkjast í Tékkóslóvakíu
á þessum tíma. Hún bjó að mikilvægum arfi frá fjórða áratugnum
og hafði mikil áhrif á þá sem reyndu að endurskoða marxismann.
Ritgerðin heitir „Maðurinn og sagan“ og undirtitillinn er „Veru -
fræðilegar forsendur marxísks húmanisma“. Þetta er heimspekilegt
verk, nánar tiltekið söguheimspekilegt eða söguspekilegt. efnis tök -
in voru í samræmi við námstilhögunina — ég lærði sagnfræði í
fjögur ár en heimspeki í sex.
—Þiðhjóninfóruðsvo fráTékkóslóvakíutilnokkurramánaðadvalará
Ítalíu,þarsemþúvarstviðGramsci-stofnuninaíRóm,enkomuðsvotil
Íslandssumarið1967.
Já. Þegar heim kom fórum við beint norður til Akureyrar þar sem
við María kenndum bæði við Menntaskólann. Við fylgdumst með
því sem var að gerast í Tékkóslóvakíu eftir bestu getu og fengum
m.a. send tékknesk dagblöð hingað heim. Um mitt sumar 1968
þótti okkur hlutirnir orðnir svo spennandi að ekki væri hægt
annað en að flytja aftur til Prag. Við stefndum á að vera komin
þangað í lok ágúst, ákveðin í að dveljast þar í nokkurn tíma. Rauði
herinn var þó á undan okkur en hann marseraði inn í borgina 21.
ágúst. Það varð til þess að ég varð að huga að öðrum leiðum.
Þannig vildi til að ég hafði nokkru áður lesið grein eftir Jürgen
Habermas, „endurskoðun sögulegrar efnishyggju“, í tímaritinu
Merkur. Mér datt í hug að skrifa Habermas og spyrja hvort hann
tæki við mér sem doktorsnema, sem hann og gerði. Þannig kom-
umst við til Frankfurt am Main í október 1968. Það kom sér vel að
ég var bærilegur í þýsku, hafði lært hana í menntaskóla og kennt
hana þar líka veturinn sem við María vorum á Akureyri. Þótt
þýska væri ekki mikið notuð í Prag þá var hún mikið lesin.
Þýskukunnátta Tékka var á góðu stigi og þýsk áhrif á tékkneska
hugsun hafa alltaf verið mikil, og mikið af þeirri heimspeki sem ég
las á árunum í Prag var á þýsku. Margt af því var auðvitað komið
frá Austur-Þýskalandi, þar á meðal útgáfur á sígildum þýskum
heimspekingum, enda ekki alltaf einfalt mál að nálgast vestur -
þýskar bækur í Prag, en þó var það hægt. Ég las til dæmis mikið af
edmund Husserl og Martin Heidegger í Prag. Þessi verk fékk
maður ekki í bókabúðum, en þau voru sumpart til á bókasöfnum,
sumpart fáanleg með millisafnalánum frá útlöndum — eftir 1963.
jóhann páll árnason34
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 34