Saga - 2009, Page 46
sveiflum væri bægt frá.3 Upp úr 1970 varð snögg breyting á al -
þjóða hagkerfinu og í hönd fóru tímar óstöðugleika með verðbólgu,
atvinnuleysi og miklum sveiflum í framleiðslu. og sagan endurtók
sig á síðasta áratug aldarinnar þegar sú skoðun naut vaxandi hylli
að Vesturlönd væru komin á braut stöðugra efnahagsframfara og
miklar hagsveiflur væru úr sögunni. en svo kom fjármálakreppan í
Austur-Asíu og í Rússlandi 1997–1998 og þrem árum síðar, árið
2000, sprakk netbólan á Vesturlöndum. Hún var raunar smáræði
miðað við það sem í vændum var. Haustið 2008 reið yfir Vesturlönd
alvarlegasta fjármálakreppa síðan á fjórða áratug 20. aldar og olli
hún ekki aðeins hruni banka og fjármálamarkaða heldur hratt af
stað almennri efnahagskreppu víða um lönd sem ekki sér fyrir end-
ann á.
Fá lönd hafa verið jafnilla leikin af fjármálakreppunni og Ísland.
Þar var reyndar ekki alþjóðakreppunni einni um að kenna heldur
glannalegri „útrás“ peningamanna, ofvöxnu bankakerfi, ójafnvægi
í efnahagsmálum og brotalömum í stjórnstofnunum peningamála
sem að líkindum hefðu valdið hruni fjármálakerfisins fyrr eða
síðar.4 Á tæpri viku í október hrundu þrír aðalbankar landsins,
íslenska krónan féll meira en dæmi voru til hér á landi og varð
ónothæfur gjaldmiðill í viðskiptum. Í kjölfarið hrönnuðust upp
erfiðleikar í efnahagslífi sem ógnuðu bæði fyrirtækjum og afkomu
almennings í landinu — almenn efnahagskreppa var í uppsiglingu.
Fjármálakreppan hefur vakið upp áleitnar spurningar um stöðu
smáþjóða í heimi alþjóðaviðskipta á tímum hnattvæðingar og getu
þeirra til að hafa stjórn á eigin efnahagsmálum. Jafnframt minnir
hún okkur óþyrmilega á þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf hefur
sögulega séð verið afar sveiflukennt, þótt fáir viðburðir jafnist á við
þær hamfarir sem dunið hafa yfir landsmenn að undanförnu.
Til þess að setja yfirstandandi efnahagskreppu í sögulegt sam-
hengi tók höfundur sér fyrir hendur að kanna fyrri efnahagsáföll á
Íslandi, voldugar niðursveiflur í efnahagslífi með tilheyrandi sam-
guðmundur jónsson46
3 Solomos Solomou, EconomicCycles.LongCyclesandBusinessCycles since1870
(Manchester 1998), bls. 1.
4 Nokkrar fræðilegar úttektir hafa þegar birst um fjármálahrunið á Íslandi, en
hér skulu aðeins nefndar tvær: Vef.Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga, „Hagkerfi
bíður skipbrot“ (9. febrúar 2009): www.hi.is/files/skjol/felagsvisindasvid/
deildir/hagfraedi/2008_2009/Hagkerfib____ur_skipbrot.pdf og Stefán Ólafs-
son, „Íslenska efnahagsundrið. Frá hagsæld til frjálshyggju og fjármálahruns“,
Stjórnmálogstjórnsýsla.Veftímarit4, no. 2 (2008), bls. 231–256.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 46