Saga - 2009, Blaðsíða 47
drætti í framleiðslu, atvinnu og tekjum almennings. Algengt er að
gerður sé greinarmunur á samdrætti (e. recession) og kreppu (e.
depression), þar sem fyrra hugtakið vísar til samdráttar í hagkerfinu
í a.m.k. tvo ársfjórðunga í röð en um hið síðara eru einkum notaðar
tvær viðmiðanir.5 Annars vegar er talað um kreppu þegar sam-
dráttur landsframleiðslu nemur a.m.k. 10%. Sjaldan hefur svo mik-
ill samdráttur mælst á Vesturlöndum eftir 1945, t.d. aðeins sex sinn-
um í oeCD-ríkjum, en það gerðist iðulega fyrir síðari heimsstyrj-
öldina.6 Í stærsta hagkerfi veraldar, Bandaríkjunum, dróst lands-
framleiðsla aðeins einu sinni á 20. öld saman um meira en 10% en
það var í heimskreppunni á fjórða áratugnum. Frá 1929 til 1933
skrapp landsframleiðsla Bandaríkjanna saman um nálega 29% og
orsakaði samdrátturinn mesta atvinnuleysi sem sögur fara af þar í
landi. ef ofangreindur mælikvarði væri notaður um Ísland teldust
aðeins tvö samdráttarskeið til kreppu og væri kreppan mikla á
fjórða áratug síðustu aldar ekki þar á meðal, en hún var bæði lang-
vinn og erfið þótt samdráttur landsframleiðslu hafi aðeins numið
3–4%. Því er vert að hafa fleiri mælikvarða en samdrátt landsfram-
leiðslu til hliðsjónar þegar kreppur eru skilgreindar, ekki síst at -
vinnu leysi.
efnahagskreppa hefur einnig verið skilgreind sem samdráttur
landsframleiðslu sem varir í a.m.k. þrjú ár. Í ritgerðinni er stuðst við
þennan síðari mælikvarða við greiningu á efnahagskreppum á Ís -
landi, en honum er ekki nákvæmlega fylgt. Til skoðunar eru stærstu
áföll í efnahagslífi, hvort heldur þau eiga upptök sín í fjármálalíf-
inu, eins og á Vesturlöndum haustið 2008, eða annars staðar. krepp -
ur hafa sínar pólitísku og félagslegu hliðar, en hér er athyglinni
aðallega beint að efnahagslegri hlið þeirra og kannað hversu djúp-
ar og langar þær voru, hverjar orsakir og afleiðingar þeirra voru og
hvernig þær tengjast alþjóðahagkerfinu. Tímabilið sem skoðað er
nær frá 1870 til aldamótanna 2000, þ.e. farið er eins langt aftur og
efnahagskreppur á íslandi 1870–2000 47
5 Vef.„Diagnosing depression“, Economist 30. desember 2008: www.economist.
com/finance/displaystory.cfm?story_id=12852043. Þar er staðhæft að allt fram
á fjórða áratug 20. aldar hafi orðið depression jafnan verið notað um niður-
sveiflur í efnahagslífi, en eftir síðari heimsstyrjöld hafi því verið skipt út fyrir
recession til að ýfa ekki upp erfiðar minningar úr kreppunni miklu.
6 Vef.José F. Ursúa og Robert J. Barro, „Macroeconomic Crises since 1870“. NBER
WorkingPaperNo.13940: www.nber.org/papers/w13940. National Bureau of
economic Research (Cambridge, Mass. 2008), bls. 62–63. Í þessari rannsókn er
miðað við landsframleiðslu á mann.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 47