Saga - 2009, Blaðsíða 49
Skálholti „hið harðasta sverð“ sem „vægir hvorki ungum né göml-
um, það deyðir eftir langa pínu, það færir með sér heilan her af
sjúkdómum, það rífur burt kvikfénað og bústofn“.7 kreppur lýstu
sér þannig í meiriháttar vandræðum samfélagsins við að brauð -
fæða íbúana.
Á 19. öld voru breytingar á veðurfari og aðrar náttúrulegar
kringumstæður mikilvægar orsakir niðursveiflna í efnahagslífi, en
þegar á leið öldina fór viðskiptalífið að hafa meira vægi. Með
útbreiðslu kapítalismans og alþjóðlegra viðskipta urðu hagsveiflur
reglulegri og komu sterkast fram í sveiflum á verðlagi en þær bár-
ust einnig um framleiðslukerfið þar sem skiptust á vaxtar- og sam-
dráttarskeið. orsakir þeirra gátu verið ýmsar, svo sem breytingar á
veðurfari og náttúruauðlindum, hnykkir eða brestir í utanríkisvið -
skiptum, ný tækni og jafnvel snöggar breytingar í peningamálum.8
Bylting í samgöngumálum og aukið verslunarfrelsi tengdu æ fleiri
lönd hinu alþjóðlega viðskiptakerfi og gerði þau jafnframt ber-
skjölduð gagnvart hagsveiflum kapítalismans. Fastgengiskerfið sem
myndaðist um og eftir 1870 gerði það einnig að verkum að hag -
sveiflur bárust örar á milli landa. Órói á fjármálamörkuðum fór að
hafa víðtækari áhrif á efnahagslíf en áður, eins og sannaðist í Banda -
ríkjunum 1857 og efnahagssamdrætti víða á meginlandi evrópu og
í Bandaríkjunum eftir 1873. Miklir fólksflutningar á síðustu áratug-
um 19. aldar, einkum frá evrópu til Ameríku, tengdu efnahagslíf
þjóðanna nánari böndum en áður. Fjármagnsflutningar færðust
einnig í vöxt undir lok 19. aldar, svo mjög að þeim hefur verið líkt
við hið hnattvædda fjármálakerfi samtímans. Það er því ekki að
ástæðulausu að sumir fræðimenn rekja upphaf efnahagslegrar
hnattvæðingar í heiminum til 19. aldar.9
Nánari efnahagstengsl milli ríkja ollu því að hagsveiflur urðu
alþjóð legri eftir því sem leið á 19. öldina, en á hinn bóginn fylgdust
lönd misvel að í upp- og niðursveiflum bæði að því er varðar tíma-
setningu og dýpt sveiflnanna. Fræðimenn greinir á um hversu
reglu bundnar hagsveiflurnar voru á tímabilinu 1870–1913 og þá
hvort um fleiri en einn sveifluferil hafi verið að ræða. Settar hafa
verið fram kenningar um slíkar reglulegar sveifl ur sem vara mis-
efnahagskreppur á íslandi 1870–2000 49
7 Hannes Finnsson, Mannfækkunafhallærum. Jón eyþórsson og Jóhannes Nordal
sáu um útgáfuna (Reykjavík 1970), bls. 1.
8 Solomos Solomou, EconomicCycles, bls. 21–29.
9 kevin H. o’Rourke og Jeffrey G. Williamson, Globalization and History. The
EvolutionofaNineteenth-CenturyAtlanticEconomy (Cambridge, Mass. 2000).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 49