Saga - 2009, Side 50
lengi: 2–3 ára sveiflur (kitchin-sveiflur), 7–9 ára sveiflur (Juglar-
sveiflur), 16–22 ára sveiflur (kuznets-sveiflur) og jafnvel 50–60 ára
sveiflur (kondratiev-sveiflur). Fræðimenn hafa talsvert rannsakað
Juglar-sveiflur eða „viðskiptasveiflur“ (e. tradecycles) á 19. öld, en
rannsóknir hafa ekki staðfest þær með óyggjandi hætti og niður -
stöður eru ólíkar eftir löndum. Nær sanni er að í mörgum löndum
hafi samtímis verið til staðar stuttar og langar hagsveiflur sem ork -
uðu hverjar á aðrar. Í Bretlandi hafa t.d. verið greindar styttri sveifl-
ur sem vöruðu að meðaltali í 8,6 ár og lengri sveiflur í tæp 25 ár. Í
Banda ríkjunum voru aftur á móti styttri fimm ára hag sveiflur ásamt
lengri sveiflum sem náðu yfir rúmlega 19 ár.10
Stærri hagsveiflur gátu leitt til fjármálakreppu og jafnvel al -
mennr ar efnahagskreppu, eins og á árunum 1825–1826, 1837–1838,
1846–1847, 1857, 1866, 1873, 1882, 1893, 1900–1901 og 1907.11 Flestar
vöruðu í fáein misseri en sumar urðu svo stórar og langvinnar að
það tók samfélögin sem fyrir barðinu á þeim urðu mörg ár að vinna
sig út úr þeim. Tvær lengstu kreppurnar sem gengið hafa yfir Vest -
ur lönd síðustu eina og hálfa öldina voru kreppan langa, sem svo er
kölluð, 1873–1896 og kreppan mikla 1929–1939. Reyndar er hæpið
að líta á kreppuna löngu sem eina niðursveiflu heldur var hér um
að ræða þrjár kreppur austanhafs og vestanhafs sem fylgdust mis-
vel að og áttu sér ólík upptök.
Á tímabilinu 1914–1945 urðu mikil umskipti í hagþróun heims-
ins sem mörkuðust af heimsstyrjöldunum tveim og kreppunni
miklu. Rétt er að taka það fram að í hagsveiflufræðum eru heims-
styrjaldirnar tvær jafnan undanskildar, vegna þess að skakkaföllin
sem þeim fylgdu voru af sérstökum toga, fylgifiskar hruns og eyði -
leggingar af völdum stríðsátaka. engu að síður varð heimsbyggðin
fyrir meira efnahagslegu tjóni af völdum heimsstyrjaldanna tveggja
en nokkurra annarra áfalla, hvort heldur við metum það í samdrætti
landsframleiðslu eða eftir öðrum mælikvörðum.12 Á árunum milli
guðmundur jónsson50
10 Solomos Solomou, EconomicCycles, bls. 11, 30. — Solomos Solomou, „econ -
omic Fluctuations, 1870–1913“, The Economic History of Britain since 1700.
Ritstj. Roderick Floud og D.N. McCloskey (Cambridge 1994), bls. 250–254. —
David Romer, AdvancedMacroeconomics 3. útg. (Boston 2006), bls. 271–274. —
Angus Maddison, Dynamic Forces in Capitalist Development. A Long-Run
ComparativeView (oxford 1991), bls. 85–111.
11 Rondo Cameron og Larry Neal, AConciseEconomicHistoryoftheWorld.From
PaleolithicTimestothePresent (New york 2003), bls. 295.
12 José F. Ursúa og Robert J. Barro, „Macroeconomic Crises since 1870“, bls. 15.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 50