Saga - 2009, Qupperneq 51
stríða breyttist háttur og eðli hagsveiflna; hagvöxtur varð miklu
óstöð ugri en fyrir 1914, svokallaðar kuznets-sveiflur viku fyrir
styttri sveiflum og urðu þær almennt dýpri og alþjóðlegri en áður.13
ef undan eru skildar heimsstyrjaldirnar tvær áttu dýpstu kreppur
sem dunið hafa yfir í heiminum síðan 1870 sér stað á millistríðsár-
unum, þ.e. eftirstríðsárakreppan 1920–1922 og kreppan 1929–1933.
Úr töflu 1 má lesa nokkur mikilvæg atriði í þróun hagsveiflna frá
19. öld og fram á okkar tíma. Taflan sýnir staðalfrávik hagvaxtar í
löndum Vestur-evrópu og Bandaríkjunum 1870–2000, en sú mæling
gefur góða vísbendingu um breytileika landsframleiðslu. Þessu langa
Tafla 1. Staðalfrávik hagvaxtar í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum
1870–2000
1871–1914 1920–1939 1950–1973 1974–2000
Austurríki 3,6 6,4 2,8 1,6
Belgía 1,8 4,5 1,9 1,8
Bretland 2,2 4,2 1,8 1,9
Danmörk 1,8 3,5 2,5 1,9
Finnland 3,2 4,3 2,7 3,0
Frakkland 4,5 6,7 1,4 1,4
Holland 3,1 3,7 2,4 1,5
Ísland 3,6 7,0 5,3 3,0
Ítalía 4,0 4,5 1,9 1,8
Noregur 1,8 4,7 1,6 1,8
Sviss 4,7 3,7 2,3 2,3
Svíþjóð 2,8 3,5 1,6 1,8
Þýskaland 3,4 7,8 3,5 1,7
Bandaríkin 4,3 6,8 2,6 2,0
Óvegið meðaltal 3,2 5,1 2,4 2,0
Heimildir: The World economy: Historical Statistics. Rafræn fylgigögn með
Angus Maddison, TheWorldEconomy.AMillennialPerspective. oeCD (Paris
2001). — Guðmundur Jónsson, Hagvöxtur og iðnvæðing. Þróun landsfram-
leiðsluáÍslandi1870–1945. Þjóðhagsstofnun (Reykjavík 1999), bls. 370–371.
efnahagskreppur á íslandi 1870–2000 51
Hér er þó rétt að hnykkja á því hve reynsla ríkja og heimshluta var ólík. Í Suður-
Ameríku og enn frekar Asíu var talsverður hagvöxtur í fyrri heimsstyrjöldinni.
13 Solomos Solomou, EconomicCycles, bls. 31–34.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 51