Saga - 2009, Síða 52
tímaskeiði er skipt í fjögur styttri tímabil og er fylgt þekktum kenni-
leitum í hagsögu. Hér er rætt um alþjóðlega þróun, en í næsta kafla
verður vikið sérstaklega að Íslandi. Taflan leiðir í ljós að breytileiki
hagvaxtar var minnstur á tímabilinu 1870–1913 en mestur á árun-
um milli stríða.14 eftir síðari heimsstyrjöldina dró úr sveiflum í hag-
vexti á Vesturlöndum og urðu þær jafnvel minni en á áratugunum
fyrir 1914, þótt mjög væri það breytilegt eftir löndum.
Þau lönd sem bjuggu við minnstar sveiflur á öllum tímabilum
voru Bretland, Belgía og Holland ásamt Norðurlöndum, að Íslandi
undanskildu. Á hinn bóginn voru mestar hagsveiflur í Mið- og
Suður-evrópu ásamt Bandaríkjunum á tímabilinu 1870–1913. Hag -
fræð ing urinn Christina Romer hefur reyndar fært fyrir því rök að
munurinn á tímabilunum fyrir 1913 og eftir 1950 í Bandaríkjunum
stafi að stórum hluta af mælingaraðferðum við talnagerð ina.15 Mest -
ar sveiflur í landsframleiðslu á árunum milli stríða voru í Þýska -
landi, og kemur það ekki á óvart því Þjóðverjar lentu illa í bæði
eftir stríðsárakreppunni og heimskreppunni á fjórða áratugnum.
eftir 1945 sveiflast landsframleiðsla mest á Íslandi.
Margar skýringar hafa verið settar fram á því að hagsveiflur
minnkuðu á alþjóðavísu eftir 1945; m.a. hefur verið bent á vöxt ríkis -
búskaparins og aðrar breytingar á formgerð efnahagslífs, virkari
hagstjórn sem miðaði að sveiflujöfnun í efnahagslífi, markvissari
stjórn peningamála og tilkomu alþjóðlegra stofnana sem komu til
aðstoðar í efnahagsþrengingum. eftir 1973 breyttist hegðun hag -
sveiflna nokkuð; á sjötta og sjöunda áratugnum höfðu 3–5 ára sveifl -
ur sett svip sinn á hagkerfi stærri landa, en eftir 1970 voru hag -
sveiflur lengri og grynnri. Tafla 1 sýnir að hagsveiflur voru almennt
minni eftir 1973 en á tímabilinu 1950–1973.16
Hallærasamtland,öfgakenntefnahagslíf
Saga Íslendinga á síðari öldum geymir mörg dæmi um alvarlegar
kreppur með hallærum og manndauða. Allt til 19. aldar mátti þó
guðmundur jónsson52
14 Sjá einnig David k. Backus og Patrick J. kehoe, „International evidence on the
Historical Properties of Business Cycles“, TheAmericanEconomicReview82:4
(1992), bls. 870–871. — Solomos Solomou, EconomicCycles, bls. 31–52.
15 David k. Backus og Patrick J. kehoe, „International evidence“, bls. 872.
16 Niðurstöðunum svipar mjög til erlendra rannsókna um þetta efni, sjá t.d.
David k. Backus og Patrick J. kehoe, „International evidence“, og Solomos
Solomou, EconomicCycles, bls. 52–66.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 52