Saga - 2009, Qupperneq 53
rekja þær fremur til náttúruhamfara og farsótta en afkomubrests í
atvinnulífi. Hér má m.a. nefna stórubólu 1707–1709, sem talið er að
hafi dregið upp undir fjórðung landsmanna til dauða, og móðu -
harðindin 1783–1785, sem felldu u.þ.b. fimmtung þjóðarinnar úr
sjúkdómum og hungri. Í báðum tilfellum stórskaðaðist atvinnulíf og
í móðuharðindunum skertist framleiðslugetan mjög vegna skepnu -
dauða og gerði það viðreisn efnahagslífs hægari en ella. Stöðnun í
fólksfjölda og fámenni landsins sem af henni leiddi meðan nálæg
lönd bjuggu við hæga fólksfjölgun frá síðmiðöldum rekja sagn fræð -
ingar fremur til þessara stóru áfalla en almennt slæmra lífsskil -
yrða.17
enginn hefur lýst jafnrækilega áföllum Íslendinga á fyrri tímum
og Hannes Finnsson biskup í ritgerð sinni Mannfækkunafhallærum.
Ritgerðina skrifaði Hannes rétt eftir móðuharðindin og fjallar hún
um mannfelli og harðindi sem gengið höfðu yfir Íslendinga allt frá
landnámi til samtíma Hannesar. Þetta er mögnuð og átakanleg
lesning, en hefur þrátt fyrir allt jákvæðan boðskap að flytja: Íslend-
ingar mega ekki missa móðinn þótt á móti blási, landið er vel
byggilegt og ekkert verra en önnur lönd. Þótt Ísland fái oft hallæri,
er ekkert land í Norðurálfu svo fljótt að fjölga á ný manneskjum og
bústofni sem það. Hannes segir:
en þó Ísland sé hallærasamt, þá er það þó ei óbyggjanda, þau
góðu árin eru miklu fleiri en þau hörðu; líka og, þó á vorri tíð
hafi áfallið stórharðindi, þá hafa forfeður vorir, hvörja oss er
svo tamt að prísa miklu sælli en vér erum, haft aungu minni né
færri harðæri að reyna; hefir landið þó þess á milli oftast náð
sér aftur, fætt sín börn og framleitt margan merkismann …18
Íslendingar stunduðu náttúrubúskap lengur en flestar þjóðir Vestur-
evrópu og áttu því afkomu sína mjög undir veðurfari og gjöfulli
náttúru. Jafnvel þótt komið væri fram um miðja 20. öld nam fram-
leiðsla í landbúnaði, fiskveiðum og fiskvinnslu um þriðjungi allrar
verðmætasköpunar, en það var hærra hlutfall en hjá flestum þjóð -
efnahagskreppur á íslandi 1870–2000 53
17 Helgi Skúli kjartansson, „Þenkt um þak. Um stýrikerfi fólksfjöldans á 18.
öld“, Menntaspor.RittilheiðursLoftiGuttormssynisjötugum5.apríl2008.Ritstj.
Dóra S. Bjarnason o.fl. (Reykjavík 2008), bls. 258. Gísli Gunnars son heldur því
þó fram að „félagsleg ófrjósemi“, þ.e. lágt hjúskaparhlutfall hjá fátækari hluta
þjóðarinnar, hafi haldið fólksfjölgun í skefjum, sbr. Gísli Gunnarsson, Fertility
andNuptialityinIceland’sDemographicHistory (Lund 1980).
18 Hannes Finnsson, Mannfækkunafhallærum, bls. 4.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 53