Saga - 2009, Page 60
ingsvörum lækkaði á hinn bóginn ekki eins mikið og við það skert-
ust viðskiptakjör um hvorki meira né minna en þriðjung á örfáum
árum.31 Ísland var þá orðið mjög háð utanlandsverslun og stærstu
atvinnuvegir þjóðarinnar viðkvæmir fyrir skakkaföllum á erlend-
um mörkuðum. erfið leikarnir á níunda áratug 19. aldar, þegar
fólk svalt og þúsundir flúðu til Ameríku, áttu því ekki aðeins rót
sína að rekja til óblíðrar náttúru heldur alþjóðlegrar efnahags-
kreppu. Mörg héruð kölluðu eftir neyðarhjálp á þessum árum og
brugðust Danir, Bretar og fleiri þjóðir við með því að hefja fjáröfl-
un vegna vandræðanna á Íslandi. Talsvert af peningum og mat-
vælum safnaðist saman en Alþingi og landsstjórnin voru á hinn
bóginn fastheldin á opinbert fé, héldu áfram að safna fjárlagaaf-
gangi í viðlagasjóð og skáru niður útgjöld landssjóðs. Alþingi
samþykkti enga beina fjárhagsaðstoð vegna harðindanna; eini
stuðn ingurinn þaðan voru lánveitingar úr viðlagasjóði til sveitar-
félaga í neyð.32
efnahagsvandræðin á níunda áratugnum voru erfiðustu ár
þeirr ar samfélagskreppu sem hafði hrjáð Íslendinga um langt ára-
bil. Margar sveitir voru ofsetnar og skýr merki um vaxandi fátækt.
Landbúnaðarsamfélagið gat augljóslega ekki veitt stórum hluta
Íslendinga viðunandi lífskjör að óbreyttri tækni og búskaparhátt-
um, svo að þúsundir manna flýðu land. Á árunum 1882–1888 flutt-
ust um 8% þjóðarinnar til Ameríku, tæplega 5.800 manns, eða um
35% allra þeirra sem fluttust vestur um haf á tímabilinu 1870–
1914.33 en níundi áratugurinn var jafnframt leysingatími í íslensku
þjóðlífi og ýmsar breytingar urðu í atvinnumálum sem vísuðu til
nýrra tíma. Borgaralegar hugmyndir um samfélagsmál breiddust
út og sjávarútvegur og aðrar atvinnugreinar í þéttbýli efldust.
Fyrirtækjum utan heimila óx fiskur um hrygg og tækniframfarir
urðu í atvinnulífi, ekki síst með þilskipaútgerðinni. eftir 1887 hófst
hagvaxtarskeið sem stóð með litlum hléum til heimsstyrjaldarinnar
fyrri. Iðnbylting Íslands var í aðsigi.
guðmundur jónsson60
31 Hagskinna.SögulegarhagtölurumÍsland. Ritstj. Guðmundur Jónsson og Magn -
ús S. Magnússon. Hagstofa Íslands (Reykjavík 1997), bls. 560.
32 Guðmundur Jónsson, The State and the Icelandic economy, 1870–1930. Ph.D.-
ritgerð frá London School of economics and Political Science 1992, bls. 204–
205.
33 Helgi Skúli kjartansson og Steinþór Heiðarsson, Framtíðhandanhafs.Vestur-
farir fráÍslandi1870–1914, Sagnfræðirannsóknir 17 (Reykjavík 2003), bls. 89–
102. — Hagskinna, bls. 59.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 60