Saga - 2009, Síða 64
peningamálum og dró mjög úr trausti á einkaframtaki í bankamál-
um. Seðla útgáfurétturinn var á næstu árum færður frá Íslands-
banka til Lands banka. Í öðru lagi var ríkissjóður látinn axla ábyrgð
á lánum bankanna og reyndar var ríkissjóður notaður í ríkum
mæli upp frá þessu sem ábyrgðaraðili fyrir erlendum lánum sveit-
arfélaga og einkafyrirtækja. Í fjárlögum 1922 gekk t.d. ríkissjóður í
ábyrgð fyrir skipalánum útgerðarfyrirtækja og nam fjárhæðin 200
þús. kr. á skip, alls 2,4 millj. kr. Það ár námu útgjöld ríkisins alls 9,4
millj. kr.36 Í þriðja lagi urðu fyrri heimsstyrjöldin og eftirstríðsára -
kreppan til að þenja út ríkisbúskapinn og auka hlutverk ríkisins í
efnahagsmálum með ýmiss konar afskiptum af framleiðslu og við -
skiptum. Á þessum tíma komu ríkiseinkasölur til sögunnar sem og
verðlagseftirlit, innflutningshöft, vöruskömmtun og niðurgreiðsl -
ur.37
Minna hefur verið fjallað um áhrif haglægðarinnar á kjör al -
menn ings en á banka- og fjármálin.38 Mikið atvinnuleysi varð síð -
ustu ár styrjaldarinnar, 1917–1918, og ríkti neyðarástand um tíma
bæði í Reykjavík og á Ísafirði. Á þessum árum gengust stjórnvöld,
bæði bæjarstjórn Reykjavíkur og landsstjórnin, í fyrsta skipti fyrir
atvinnubótavinnu. Ástandið í atvinnumálum batnaði nokkuð eftir
að stríðinu lauk en snarversnaði aftur á árunum 1921–1923 og fór
atvinnuleysi yfir 10% í Reykjavík í verstu árunum.39 Fyrir þá sem
höfðu vinnu var nokkur bót í máli að verðhjöðnun þessara ára jók
kaupmátt launa, en atvinnurekendur gerðu ítrekaðar tilraunir til að
lækka kaup og sló nokkrum sinnum í brýnu milli þeirra og verka -
lýðsfélaga, t.d. í Blöndahlsslagnum 1923. Verkalýðsfélögum tókst í
flestum tilvikum að koma í veg fyrir kauplækkun.
Heimskreppan1931–1938
kreppan mikla á fjórða áratugnum mun vera dýpsta kreppa sem
orðið hefur í heiminum á 19. og 20. öld. Hún var líka sannkölluð
guðmundur jónsson64
36 Guðmundur Jónsson, The State and the Icelandic economy, bls. 368–369.
37 Lbs.-Hbs. Guðmundur Jónsson, Upphaf ríkisafskipta.
38 Sjá þó Þorgrímur Gestsson, Öryggissjóðurverkalýðsins.Baráttan fyrir atvinnu-
leysistryggingumá Íslandi. (Reykjavík 2007), bls. 21–33. — Þorleifur Friðriks -
son, Viðbrúnnýsdags.SagaVerkamannafélagsinsDagsbrúnar1906–1930. Sagn -
fræði rannsóknir 19 (Reykjavík 2007), bls. 207–226, 315–322.
39 Magnús S. Magnússon, IcelandinTransition.LabourandSocio-EconomicChange
before1940 (Lund 1985), bls. 153–154.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 64