Saga - 2009, Side 65
heimskreppa, þótt hún kæmi mishart niður á löndum; t.d. fóru
Banda ríkin og Þýskaland afar illa út úr kreppunni en Norðurlönd
og Bretland miklu betur. Um þau síðastnefndu gildir að árin eftir
fyrri heimsstyrjöld reyndust í mörgu tilliti þungbærari.
Fleyg urðu ummæli Ásgeirs Ásgeirssonar forsætisráðherra um
upptök kreppunnar: „Það er með kreppuna eins og vindinn, enginn
veit, hvaðan hún kemur og hvert hún fer.“40 Upptök íslensku krepp -
unnar eru jafnan rakin til alþjóðakreppunnar sem skall á haustið
1929 og leiddi til minnkandi eftirspurnar, verðfalls og þreng inga á
mörkuðum Íslendinga. Merki um vaxandi erfiðleika, verð lækkun
og tregari sölu saltfisks á erlendum mörkuðum sáust þegar árið
1928, en það var ekki fyrr en líða tók á árið 1930 að verulega fór að
kreppa að. Verðfall á útflutningsvörum hófst fyrir alvöru 1931 og
nam það nærfellt 40%. Þegar leið á kreppuna varð æ erfiðara að
selja útflutningsafurðir vegna samdráttar í efnahagslífi markaðs -
landanna og verndarstefnu víða um lönd. Hvert landið af öðru setti
upp innflutningskvóta og háa tolla til að verja heimaframleiðslu og
halda jöfnuði í viðskiptum við útlönd. Tvíhliða viðskiptasamning-
ar urðu allsráðandi, en vegna þess hve útflutningur beindist mikið
til suðurlanda, sem höfðu fáar af þeim vörum sem Íslendinga van-
hagaði um, áttu þeir erfitt með að mæta kröfum um aukin innkaup
og jafnvel jafnkeypisviðskipti eins og t.d. Ítalir gerðu kröfu um. Það
jók á erfiðleika Íslendinga að í stærsta markaðs landi þeirra, Spáni,
geisaði borgarastyrjöld 1936–1939 sem leiddi til þess að saltfisk-
markaðurinn þar í landi hrundi.
Upptök kreppunnar á Íslandi hafa jafnan verið rakin til heims -
kreppunnar, en ástæða er til að benda einnig á áhrif innlendra
aðstæðna, þ.e. offramleiðslu á langmikilvægustu útflutningsvöru
landsmanna á þriðja áratugnum. Saltfiskframleiðsla í heiminum
jókst um 38% á árunum 1920–1929 og varð aukningin hvergi eins
mikil og á Ís landi. Saltfiskútflutningur Íslendinga jókst um hvorki
meira né minna en 150% á þessum árum og nam um fjórðungi allr-
ar heimsverslunar með saltfisk þegar komið var fram um 1930.
offramboðs gætti á alþjóðlegum mörkuðum og meðalverð á salt-
efnahagskreppur á íslandi 1870–2000 65
40 einar olgeirsson, Kraftaverkeinnarkynslóðar. Jón Guðnason skráði (Reykjavík
1983), bls. 252. Í þessu efni hefur Ásgeir fylgt alþjóðlegri orðræðu þriðja ára-
tugarins, því sveiflum í efnahagslífi var jafnan líkt við veðrabrigði sem enginn
mannlegur máttur gat stjórnað, sbr. W. Arthur Lewis, EconomicFluctuations,
bls. 199.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 65