Saga - 2009, Page 66
fiski fór lækkandi eftir 1925. Íslenskum seljendum tókst að vísu að
hækka verð á sínum afurðum enda höfðu þeir selt fiskinn á mjög
lágu verði fram eftir áratugnum.41 Þegar svo alþjóðakreppan reið
yfir voru íslenskir framleiðendur með miklar óseldar birgðir og
urðu vonir manna um verðhækkun á næstu misserum því að
engu.42
Þótt undarlegt megi heita kom Ísland ekki illa út úr kreppunni
miðað við mörg evrópulönd þegar hún er metin á mælikvarða
landsframleiðslu. Landsframleiðsla dróst saman um aðeins 3,4% í
dýpstu kreppunni 1931–1932, eins og fram kemur í myndriti 4, og
eftir það var samdráttur aðeins eitt árið, 2,7% árið 1935. Hins vegar
ríkti stöðnun í atvinnulífi lengur hér á landi en t.d. annars staðar á
Norðurlöndum. Þegar litið er yfir kreppuárin í heild var meðalhag-
vöxtur ekki neikvæður, heldur jákvæður um 1,6% 1930–1938, en
það var nokkuð yfir meðaltali Vestur-evrópu á sama tíma.
guðmundur jónsson66
Heimild: Guðmundur Jónsson, Hagvöxturogiðnvæðing, bls. 370–371.
41 G.M. Gerhardsen, SaltedCodandRelatedSpecies. FAo Fisheries Study No. 1
(Washington 1949), bls. 84–85, 120, 159 og 186.
42 Charles kindleberger telur offramboð hráefna og matvöru mikilvæga orsök
kreppunnar í mörgum löndum, sjá bók hans TheWorld inDepression 1929–
1939(Berkeley 1973), einkum 4. kafla.
-5
0
5
10
15
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
Myndrit 4. kreppan mikla 1931–1938
Breyting á VLF frá fyrra ári, %
Vöxtur VLF 1930–1932: -3,4%. Árlegur meðalhagvöxtur 1930–1938: 1,6%
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 66