Saga - 2009, Side 67
Hvernig má það vera að efnahagssamdrátturinn á kreppuárun-
um var ekki meiri en raun ber vitni? ekki er útilokað að mæli -
skekkjur valdi nokkru um, en skýringin kann einnig að liggja í því
að menn hafa metið kreppuna fyrst og fremst út frá atvinnuleysi og
samdrætti í útflutningi frekar en samdrætti landsframleiðslu (enda
þjóðhagsreikningar eins og nú þekkjast ekki til fyrr en eftir seinna
stríð). kreppan kom harðast niður á togarabæjunum Reykjavík og
Hafnarfirði þar sem atvinnuleysi var mikið. Annars staðar á land-
inu þar sem menn stunduðu í meira mæli hefðbundinn náttúrubú-
skap með smáu sniði virðist kreppan hafa verið léttbærari. eins og
matvæla- og hráefnaframleiðendur víða um lönd héldu sjómenn og
bændur áfram sínu daglega amstri, veiddu fisk og snerust í kring-
um rollur sínar, þrátt fyrir slæm markaðsskilyrði úti í heimi. Ábat-
inn minnkaði stórum en framleiðslan dróst minna saman en ætla
mætti. Þá er rétt að hafa í huga að kreppan teygði sig yfir allan ára-
tuginn hér á landi, en annars staðar á Norðurlöndum hófst hæg
viðreisn eftir 1933. Á Íslandi stóð framleiðsla í stað eða jókst mjög
hægt allt fram að heimsstyrjöldinni. Þessa langvinnu stöðnun má
vafalaust að stórum hluta rekja til þess að gengi íslensku krónunn-
ar var of hátt skráð, en það stóð óhaggað gagnvart sterlingspundi
allt til 1939. Mörg ríki, m.a. Norðurlönd, lækkuðu gengi gjald miðla
sinna á árunum 1931–1933. Rannsóknir sýna að í þeim ríkjum sem
felldu gengi gjaldmiðla sinna snemma í kreppunni jókst framleiðsla
og útflutningur meira en í þeim ríkjum sem felldu gengið síðar eða
alls ekki.43
Loks má nefna að stórum hluta framleiðslunnar var haldið gang -
andi með lánsfé, en við útreikning á landsframleiðslu er ekki tekið
tillit til þess hvernig staðið er að fjármögnun hennar. Mörgum sjáv-
arútvegsfyrirtækjum, stórum og smáum, var haldið gangandi með
lánum; m.a. átti stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, kveld úlf ur,
ekki fyrir skuldum.44 kveldúlfsmálið svokallaða varð eitt stærsta
ágreiningsefni í stjórnmálum á síðari hluta áratugarins, þ.e. hvort
Landsbankinn ætti ganga að fyrirtækinu eða veita því frekari fyrir-
greiðslu. Íslendingar urðu stórskuldugir í útlöndum, ekki síst í
Bretlandi, vegna verslunarskulda og skulda banka, ríkis og sveitar-
efnahagskreppur á íslandi 1870–2000 67
43 Barry eichengreen og Jeffrey Sachs, „exchange Rates and economic Recovery
in the 1930s“, JournalofEconomicHistoryXLV:4 (1985), bls. 925–946. Sjá enn
fremur Guðmundur Jónsson, „Hagþróun og hagvöxtur“, bls. 24–26.
44 Lbs.-Hbs. Baldur Ólafsson, kveldúlfsmálið. BA-ritgerð í sagnfræði við Há -
skóla Íslands 2008, bls. 24–28.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 67