Saga - 2009, Side 71
dugðu ekki til. ein athyglisverðasta aðgerðin sem ríkisstjórnin greip
til á þessum tíma var að koma á Verð jöfn unarsjóði fiskiðnaðarins
1969, sem ætlað var að draga úr áhrifum verðsveiflna á erlendum
mörkuðum á efnahagslífið, en sjóðurinn reyndist ekki það öfluga tæki
sem menn væntu og dugði lítt til að halda aftur af þenslunni sem í
hönd fór.50 Sjávarútvegskreppan hvarf á árinu 1970 með snöggum
viðsnúningi í ytri skilyrðum þjóð ar búsins, markaðir tóku við sér og
verð á sjávarafurðum hækkaði ört næstu misserin.
Alvarlegra atvinnuleysi varð á árunum 1968–1970 en nokkru
sinni á eftirstríðsárunum. Mest komst það í rúmlega 7% í janúar
1969 og hefur aðeins mælst meira í kreppunni upp úr 1990.51 Vetur -
inn 1968–1969 var óróasamur með tíðum átökum á vinnumarkaði.
Fólk tók að streyma úr landi í atvinnuleit og fóru margir til Sví þjóð -
ar og jafnvel allt til Ástralíu. Brottflutningurinn var mestur árið
1970 en þá fóru tæplega 2.200 manns úr landi.52 Í sjávarútvegs-
kreppunni reyndi í fyrsta skipti á atvinnuleysistryggingar en þær
komu fyrst til sögunnar 1956, miklu seinna en annars staðar á
Norðurlöndum. Þegar til átti að taka höfðu bæturnar rýrnað svo að
þær námu aðeins 40–45% af launum. Treglega gekk að fá ríkis-
stjórnina til að bæta atvinnuleysistryggingarnar, en þó fór svo að
eggert Þorsteinsson félagsmálaráðherra setti bráðabirgðalög í jóla-
fríi þingmanna í árslok 1968, hækkaði bæturnar og endurbætti
lögin.53 Úr átökum þessara ára kom önnur félagsmálalöggjöf sem
átti eftir að hafa enn meiri áhrif til langframa. Í samningum milli
verkalýðsfélaga og atvinnurekenda vorið 1969 var lagður grunnur
að hinu almenna lífeyrissjóðakerfi og árið 1974 var aðild að lífeyris -
sjóðum gerð að skyldu fyrir alla launþega.54
Síðasta stóra samdráttartímabil 20. aldar var á árunum 1991–
1992, en þá dróst landsframleiðsla saman um 3,6% (myndrit 6).
efnahagskreppur á íslandi 1870–2000 71
50 Ólafur Hannibalsson og Jón Hjaltason, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, bls.
248–252. — Jóhannes Nordal, „Hagstjórn í tvo áratugi“, Íslensk haglýsing.
Greinarumíslenskefnahagsmál. Ritstj. Þórður Friðjónsson (Reykjavík 1984), bls.
124–125. — Ólafur Örn klemensson, „Verðjöfnun í sjávarútvegi í 25 ár“,
FjármálatíðindiXLI:1 (1994), bls. 71–78.
51 Hagskinna, bls. 243.
52 Hagskinna, bls. 147.
53 Þorgrímur Gestsson, Öryggissjóður, bls. 152–158. Frumvarpið var ekki staðfest
þegar þing kom saman eftir jólafrí heldur samþykkt nýtt og breytt frumvarp.
54 Lbs.-Hbs. Sigurður e. Guðmundsson, Lífeyrissjóðir 1960–1980. Tímamót í vel-
ferðarmálum eldra fólks, MA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2005.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 71