Saga - 2009, Side 76
þróast, ræða hvers vegna er ráðlegra að fjalla um tilfinningarétt en
einfaldlega tilfinningasögu, prófa hvort réttarsagan hefur þegar
tekið hugtakið tilfinningarétt í notkun eða annað sem getur þjónað
eins vel eða betur, sýna hvernig hefur verið fjallað um efnissvið
þess, mannlegar tilfinningar í sagnfræði og kanna hvort við eigum
heimildaefni í sögu tilfinningaréttar meðal Íslendinga. Greininni er
einkum ætlað að sýna fram á að ráðlegt sé að gefa tilfinningarétti
rúm meðal annarra atriða réttarsögu í ritaðri þjóðarsögu, en í
leiðinni er leitast við að gefa lesendum tilefni til að skoða efnið,
hugleiða það og fá um það nokkra yfirlitsþekkingu.
Tilfinningasagaogtilfinningaréttur
Mikilvægi tilfinninga í söguritun hef ég nýlega rökstutt með því að
halda því fram að endanlega séu tilfinningar það eina sem skipti
fólk máli; jafnvel hin ópersónulegasta hagsaga er aðeins mikilvæg
vegna þess að hún fjallar um efni sem vekja tilfinningar eins og
hungur eða mettun, þreytu eða hvíld, niðurlægingu eða stolt.3
Saga tilfinninga af ýmsu tagi hefur verið stunduð lengi og vax-
andi á síðustu árum. Á norræna sagnfræðiþinginu í Árósum 2001
kynnti til dæmis danski sagnfræðingurinn Steen Busck sam-skand-
inavískt verkefni sem var kallað Følelserneshistorie.4 Á heimsþingi
sagnfræðinga í Sydney 2005 var málstofa um efnið History of the
Senses, saga skynjana, sem getur flokkast undir tilfinningar á ís -
lensku þótt senses teljist varla meðal emotionsá ensku. Á heims þing -
inu var líka rætt um BodyPolitics:ThePoliticsoftheBody, þar sem
margt tilfinningalegt bar á góma.5 Í þessum tilfellum var fjallað um
tilfinningar sem almenna félags- eða hugarfarssögu, en hér er
stung ið upp á að fara þá leið að þrengja og afmarka viðfangsefnið
með því að kanna það sem undirgrein réttarsögu, einkum sögu
mannréttinda, og beita hugtakinu tilfinningarétti. Með því móti
verð ur viðráðanlegra að fara umsvifalaust að punda einhverju efni
inn í yfirlitsrit og námsefni fyrir skóla.
gunnar karlsson76
3 Gunnar karlsson, „Dönsk stjórn á Íslandi, böl eða blessun?“ SagaXLVI:2 (2008),
bls. 162.
4 Det24.NordiskeHistorikermøde.AarhusUniversitet 9.–13. august2001.Endeligt
programsommer2001 (Århus 2001), bls. 20.
5 20thInternationalCongressofHistoricalSciences.Programme (Sydney 2005), bls.
187–190, 266–268.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 76