Saga - 2009, Page 79
án samþykkis foreldra eða annarra forráðamanna teljast ís lensk ar
konur hins vegar hafa fengið með lögum um lögræði ógiftra kvenna
árið 1861. Í þeim lögum sem áður giltu um þetta, dönskum hjú-
skaparlögum frá 1824, var tekið skýrt fram að ólögráða fólki væri
skylt að fá samþykki forráðamanna sinna áður en það gengi í
hjóna band, og allar konur töldust ólögráða nema ekkjur.8 Í lögun-
um frá 1861 er að vísu hvergi minnst á giftingarrétt berum orðum,
aðeins að ógiftar konur yrðu lögráða 25 ára gamlar, jafngamlar pilt-
um.9 en á Alþingi hafði það verið skilið þannig að þetta gæfi þeim
leyfi til að giftast án leyfis forráðamanns, án þess að því virðist hafa
verið andmælt.10
Svo að haldið sé áfram með sama dæmi hafa hinir stóru áfang-
ar í þróun hjónabandsréttar íslenskra kvenna lítt eða ekki komist
inn í Íslandssögubækur. Í nýjasta yfirlitsritinu um þjóðarsöguna,
Íslandssögunniímáliogmyndum, 2005, sem er að vísu samin upp úr
nokkru eldra riti, Íslenskumsöguatlas, 1989–93, er til dæmis ekkert
að finna um lagalegan rétt kvenna til að hafna hjónabandi eða
stofna til þess. Þar er aðeins drepið á efnahagslegar hjónabands -
höml ur, sem eru vissulega verðugt söguefni, en ekkert fjallað um
lagalegar hömlur hvað þá siðferðilegar.11 Vafalaust mundi leit í eldri
yfirlitsritum gefa nokkurn veginn sömu niðurstöðu. eins kæmi
væntanlega um það bil það sama út þótt leitað væri að öðrum rétt-
indum fólks til að njóta tilfinninga sinna. orðin ásteða kynlífeða
samsetningar með þeim eru til dæmis ekki í atriðisorðaskrá Íslands-
tilfinningaréttur 79
8 LovsamlingforIsland, indeholdendeUdvalgafdevigtigsteældreognyereLoveog
Anordninger,Resolutioner, Instructioner ogReglementer,Althingsdomme ogVed-
tægter, Collegial-Breve, Fundatser og Gavebreve, samt andre Aktstykker, til Op-
lysning om Islands Retsforhold og Administration i ældre og nyere Tider VIII.
oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson gáfu út (kjöbenhavn 1858), bls. 539;
sbr. IX (kjöbenhavn 1860), bls. 245.
9 LovsamlingforIsland XVIII (kjöbenhavn 1884), bls. 112.
10 Gunnar karlsson, „Um kvenréttindavilja íslenskra sveitakarla á 19. öld“,
Fléttur II. Kynjafræði – Kortlagningar. Ritstj. Irma erlingsdóttir (Reykjavík
2004), bls. 131–132.
11 Íslandssagan í máli og myndum. Ritstj. Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur
Ísberg (Reykjavík 2005), bls. 200. Bókin var að sjálfsögðu ekki lesin í heild til
að ganga úr skugga um þetta, en farið var yfir nafna- og atriðisorðaskrá, bls.
513–528, flett upp eftir orðunum einstaklingsfrelsi,gifting, hjúskaparhöft, kvenna-
baráttan, kvennahreyfing, kynjamunur, lýðfrelsi, mannréttindi. engin uppflettiorð
voru með samsetningum af hjónaband, engin með hjúskapurnema hjúskapar-
höft, ekki konaeða konur, engin með samsetningum af tilfinning(ar).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 79