Saga - 2009, Side 81
Nú vill svo vel til að í fyrra kom út á vegum Lagastofnunar
Háskóla Íslands Lögfræðiorðabókmeð skýringum. Þar er aðeins eitt
orð tilfært með tilfinningað fyrri lið, tilfinningasamband, skilgreint
sem „Samband tveggja eða fleiri persóna um tilfinningaleg málefni.
Réttur manns til tilfinningalegs sambands við aðrar manneskjur er
þáttur í lögvernduðu →einkalífi hans. MannréttindasáttmáliEvrópu.
Meginreglur,framkvæmdogáhrifáíslenskanrétt.“18 Í þessari skýringu
er vísað áfram í tvö svið sem vænta má að birtist sem efnisflokkar
innan lögfræði: einkalíf og mannréttindi. Í orðabókinni reynist einka-
líf vera skilgreint:19 „Persónulegt líferni manna. e. nýtur verndar að
lögum, þó með vissum takmörkunum. Til e. teljast einkum þessi
svið sem standa nærri persónu manna: a) heimili og fjölskyldulíf, b)
hrein persónumál svo sem ástarmál eða sjúkdómar og c) fjármál,
skattamál eða atvinnumál.“ Þarna er líka uppflettiorðið einkamál-
efni: „Málefni sem tengjast mjög náið persónu manna og tilfinn-
ingalífi, m.a. varðandi heimilis- og fjölskyldulíf, hrein persónumál-
efni og fjármál, skattamál, atvinnumál o.fl.“ eins og vænta mátti
eru mannréttindi skilgreind ennþá víðar:20 „Tiltekin grundvallar-
réttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, trú og skoðun-
um.“ Augljóst er að tilfinningarétturinn, að minnsta kosti eins og
hann var kynntur með dæmum hér á undan, tilheyrir bæði einka-
málefnum og mannréttindum. en hann er þar í félagsskap með
mörgu öðru og fjarskyldu.
Helsta alþýðlega lögfræðihandbók okkar, Lögbókin þín eftir
Björn Þ. Guðmundsson, leiðir ekki meira í ljós. Þar er ekkert upp-
flettiorð samsett með tilfinninga(r)-.Undir Einkamál er aðeins fjallað
um þá tegund dómsmála sem ganga út á að skera úr deilum einka -
aðila og eru andstæða opinberra mála. Einkamálefnier uppflettiorð
en aðeins til að vísa frá því í orðin tölvunefndog þagnarskylda.Einka-
rétturer þarna líka en hann er skilgreindur sem „réttur manns til
þess framar öðrum að ráða yfir og njóta arðs af ákveðnum gæðum“.
eða „að maður hefur einn rétt til þess að nýta réttindi annars
manns“. Um hugtakið mannréttindier sagt að það merki „rétt þeirra
[þ.e. einstaklinga] til að haga lífi sínu, skoðunum eða athöfnum að
eigin vild án þess að eiga á hættu afskipti og íhlutun ríkisvaldsins“.
tilfinningaréttur 81
18 Lögfræðiorðabókmeðskýringum. Ritstj.Páll Sigurðsson, aðstoðarritstj. Barbara
Björnsdóttir og Hulda Guðný kjartansdóttir (Reykjavík 2008), bls. 435.
19 Lögfræðiorðabókmeðskýringum, bls. 99.
20 Lögfræðiorðabókmeðskýringum, bls. 274.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 81