Saga - 2009, Page 82
Þaðan er vísað í fjölda annarra uppflettiorða, meðal annars per-
sónufrelsi, en um það er sagt að það merki „einkum rétt manna til
að ráða sjálfir dvalarstað sínum“. Af framhaldinu má ráða að höf-
undur hafi einkum í huga takmarkanir á rétti ríkisvaldsins til að
handtaka fólk og halda því í gæsluvarðhaldi.21
Í Almennri lögfræðieftir Ármann Snævarr er kjarni tilfinninga-
réttarins sýnilega undir hugtakinu persónuréttur. Stöðu hans í fræði -
kerfi lögfræðinnar sýnir Ármann á skýringarmynd sem hér er birt í
styttri gerð og undirflokkun aðeins rakin að persónuréttinum:22
↓ ↓
Þjóðaréttur Ríkisbundnar réttarreglur
↓
↓ ↓
Allsherjarréttur einkamálaréttur
↓
↓ ↓ ↓ ↓
Persónu- Sifja- Fjármuna- erfða-
réttur réttur réttur réttur
↓
efnislega sama flokkun er í nýlegri bók, Inngangiað lögfræði, eftir
Sigríði Logadóttur og Ástu Magnúsdóttur.23 ekki virðist þetta þó
einráð flokkun innan lögfræði. Í ennþá nýrri yfirlitsbók um lög -
fræði eftir Sigurð Líndal er að vísu ekki birt nein heildarflokkun
rétt ar kerfis, en í kaflanum „Meginreglur laga“ er undirkafli sem
heitir „Sígildar eða varanlegar meginreglur á nokkrum mikilvæg-
um sviðum réttarins.“ Þar eru talin upp sjö svið, persónuréttur ekki
meðal þeirra. en rétturinn til að mega ganga í hjónaband, svo að
hann sé enn tekinn sem dæmi um tilfinningarétt, er talinn með
gunnar karlsson82
21 Björn Þ. Guðmundsson, Lögbókin þín. endurskoðun fyrstu útgáfu: Björn Þ.
Guðmundsson og Stefán Már Stefánsson (Reykjavík 1989), bls. 97–99, 282,
328, 463.
22 Ármann Snævarr, Almenn lögfræði. Fimmta útgáfa (handrit). Fyrra bindi
(Reykjavík 1987), bls. 125. Þar sem örvar vísa niður úr myndinni hér er frek-
ari undirflokkun hjá Ármanni.
23 Sigríður Logadóttir og Ásta Magnúsdóttir, Inngangur að lögfræði (Reykjavík
1998), bls. 15.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 82