Saga - 2009, Síða 84
Yfirlitumtilfinningasögu:BarbaraRosenwein
Þótt hér hafi verið tekin stefna á réttarsögu tilfinninga er engu að
síður nauðsynlegt að styrkja rannsóknina með nasasjón af megin-
línum í niðurstöðum rannsókna á almennri tilfinningasögu eins og
hún hefur verið stunduð. Svo vel vill til að árið 2002 birtist í tíma-
ritinu TheAmericanHistoricalReviewyfirlitsgrein, reviewessay eins
og þær eru kallaðar í tímaritinu, með titlinum „Worrying about
emotions in History“, eftir amerískan miðaldafræðing að nafni Bar -
bara H. Rosenwein. Greinin er sérstaklega mikilvæg í samhengi
þess arar umfjöllunar af því að hún er yfirlitsgrein og sýnir því
væntanlega nokkuð viðurkenndan skilning á hvaða tilfinningar séu
meginatriði í tilfinningasögu og hvernig hafi verið talið rétt að fjalla
um þær.
Rosenwein birtir ekkert heildaryfirlit yfir það sem hún skilur
með orðinu emotions en byrjar greinina á að telja upp:27 „eins og nú
lét fortíðarfólk í ljós gleði, sorg, reiði, ótta og margar aðrar tilfinn-
ingar …“ en þegar kemur fram í greinina kemur í ljós að höfundur
hefur einkum eina tegund tilfinninga í huga, nefnilega reiði. Hún
segir að það hafi verið og sé ríkjandi kenning meðal sagnfræðinga
að tilfinningar Vesturlandafólks hafi verið hamdar og tamdar sífellt
meira og meira síðan á miðöldum. Á ármiðöldum, og líklega þaðan
af fyrr, hafi fólk hleypt tilfinningum sínum óhindrað út. Á miðöld-
um, misjafnlega snemma í ritum ólíkra fræðimanna, hafi síðan haf-
ist svokallað siðmenningarferli (civilizing process) sem hafi haldið
áfram stöðugt eftir það og leitt til þess friðsamlega ríkis sem við
búum í nú.
Rosenwein rekur þessa skoðun til hollenska miðaldafræðings-
ins Johan Huizinga, rits sem hann gaf fyrst út á hollensku árið 1919
en kom seinna út á ensku með titlinum TheWaning of theMiddle
Ages. Hann hélt því fram að miðaldafólk hefði verið barnslega
óham ið í tilfinningum sínum samanborið við okkur. Áhrifamesti
tals maður þessarar skoðunar varð síðan þýskur fræðimaður,
Norbert elias, sem gaf fyrst út bók um þetta efni árið 1939, á þýsku
en í englandi vegna þess að elias var þar á flótta undan nasistum.
Bókin vakti litla athygli, segir Rosenwein, fyrr en hún kom út aftur
gunnar karlsson84
27 Barbara H. Rosenwein, „Worrying about emotions in History“, TheAmerican
HistoricalReviewCVII:3 (June 2002), bls. 821. „[P]eople in the past, as now,
expressed joy, sorrow, anger, fear, and many other feelings …“
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 84