Saga - 2009, Side 85
árið 1968 og litlu síðar á ensku undir titlinum TheCivilizingPro-
cess.28 Af yngri fræðimönnum sem tóku í meginatriðum sömu af -
stöðu og elias, þó að þeir héldu sig algerlega við nýöld, nefnir
Rosenwein bandarísku hjónin Peter og Carol Stearns sem bjuggu til
fræðigreinina emotionology. og sömu stórsöguna af þróun tilfinn-
ingalífs finnur hún hjá ekki minni körlum en Max Weber, Sigmund
Freud, frönsku annalistunum Marc Bloch og Lucien Febvre, jafnvel
Michel Foucault.29
Þessi söguskoðun hvíldi að sögn Rosenwein á ríkjandi sál fræði -
legum skilningi á eðli tilfinninga, og sá skilningur var það sem
Rosenwein kallar hydraulic, vökvafræðilegur, en mætti kalla jarð -
hitafræðilegan þegar talað er um hann á Íslandi. Sá skilningur gerir
ráð fyrir að tilfinningar kraumi í hverjum manni í nokkurn veginn
jafnmiklum mæli á öllum tímum. Síðan leggi samfélagið misjafn-
lega þungt lok á tilfinningarnar og því sé misjafnt frá einum tíma til
annars hve mikið þær brjótist út. Gegn þessu sjónarmiði segir
Rosenwein að sálfræðingar hafi tekið að tefla tveimur ólíkum kenn-
ingum á síðari hluta 20. aldar. Annars vegar sé það sem hún kallar
cognitiveviewog mætti kalla vitrænan eða vitsmunalegan skilning
á íslensku. Samkvæmt honum leggur fólk vitrænt mat á það, í
hverju samfélagi fyrir sig, hvaða tilfinningar eigi rétt á sér og fái því
að blómstra. Hitt nýja sjónarmiðið kallar hún socialconstructionism
eða félagsmótunarkerfi. Samkvæmt því mótar hvert samfélag í
samræmi við gerð sína hvaða tilfinningar verða þar til.30 Í fram-
haldi af þessum kenningum leggur Rosenwein sjálf fram tillögu um
að við göngum út frá því að fólk búi í ólíkum tilfinningasamfélög-
um (emotionalcommunities) þar sem ólíkt tilfinningalíf þrífist. Þessi
samfélög eru þau sömu og önnur: fjölskyldur, nágrenni, þing, gildi,
klaustur, kirkjusóknir og svo framvegis.31
Þetta er óþarflega flókið fyrir þá tilraun sem hér er gerð. Megin -
atriðið er andstæða tveggja sjónarmiða. Annars vegar er það að líta
á tilfinningar sem stöðuga stærð sem komi mismikið í ljós vegna
þess að þær séu bældar mismikið eftir samfélögum. Hins vegar það
að gera ráð fyrir að tilfinningar séu ólíkar eftir því hvað samfélagið
framleiði mikið af hverri gerð þeirra í meðlimum sínum. Hér er
auð vitað á ferðinni kunnugleg andstæða eðlishyggju og mótunar-
tilfinningaréttur 85
28 Sama heimild, bls. 823–827.
29 Sama heimild, bls. 821–828.
30 Sama heimild, bls. 834–837.
31 Sama heimild, bls. 842–845.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 85