Saga - 2009, Page 86
hyggju, sem hefur gengið í gegnum mannvísindi síðustu áratugi.
Fræðimenn hafa keppst við að afneita eðlishyggju, einkum þeir
sem standa vinstra megin í stjórnmálum og eru kallaðir liberal í
Bandaríkjunum. Gamla eðlishyggjuskoðunin, sem Rosenwein
dæmir úrelta, var sú að tilfinningaútrás fólks væri mismikil eftir því
hvað teldist leyfilegt og hvað bannað samkvæmt óformlegum eða
formlegum reglum. Slík saga er sýnilega að verulegu leyti réttar-
saga, hún fjallar um hvað hafi mátt og hvað ekki. Nýju skoðanirn-
ar, einkum félagsmótunarstefnan, fjarlægjast réttarsöguna eftir því
sem þær gera meira ráð fyrir að tilfinningatjáning ráðist af því hve
miklar tilfinningar spretti upp í hugum fólks. Útrás tilfinninga
ræðst þá að sama skapi minna af boðum og bönnum og verður
þannig í minna mæli dæmigerð réttarsaga. Þegar hér er stungið
upp á að tilfinningasaga verði fyrst um sinn könnuð sem réttarsaga
er því á vissan hátt lagt til að lögð sé stund á rannsóknir á fræðileg-
um grundvelli sem Rosenwein segir að hafi verið dæmdur úreltur
í útlöndum. en ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Í fyrsta lagi legg
ég aðeins til að tilfinningaréttarsagan verði fyrsta skref okkar út í
tilfinningasögu sem geti átt eftir að þróast út í eitthvað dýpra og
sálfræðilegra þegar fram í sækir. Í öðru lagi neita ég að gera mót-
unarhyggju að hugmyndafræði sem öll önnur vitneskja verði að
semja sig að. Deila eðlishyggju og mótunarhyggju getur verið frjó-
söm, en trú á aðra kenninguna og afneitun hinnar er í grundvallar-
atriðum óvísindaleg. Auðvitað er maðurinn blanda af eðli og félags -
mótun.
Rosenwein nefndi gleði, sorg, reiði og ótta sem dæmi um mann-
legar tilfinningar sem gætu orðið viðfangsefni sögu. Hún fjallaði
aðallega um sögu og eðli reiðinnar en auk hennar hefur hún helst
eitthvað að segja um ótta. Þar kemur í ljós að sumir fræðimenn hafa
blásið nokkuð upp hve fyrri tíðar fólk hafi lifað óttaslegið í dular-
fullum, óskiljanlegum heimi. Frönsku annalistarnir mótuðu þessa
skoðun, segir Rosenwein, en síðan var hún þróuð áfram af Jean
Delumeau og Austurríkismanninum Peter Dinzelbacher. Aðrir hafa
aftur á móti bent á að ekki megi umsvifalaust álykta að fólk hafi
tekið ógnvekjandi texta eins hátíðlega og þessir menn gerðu ráð
fyrir. Til samanburðar benti ameríski norrænufræðingurinn Carol
Clover á ólík og óvænt áhrif hryllingsmynda okkar tíma.32
gunnar karlsson86
32 Sama heimild, bls. 831–834.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 86