Saga - 2009, Page 87
Hlýjar tilfinningar skipa ekki mikið rúm í yfirliti Rosenwein.
Gleði kemur lítt eða ekki við sögu. Um ást af kynferðislegu tagi
nefnir hún aðeins að riddaraleg ást hafi ekki talist með í tilfinn-
ingafræði Stearns-hjónanna. Þau höfðu einhliða áhuga á alþýðu -
menningu og héldu að riddaraleg ást hefði aldrei náð svo mjög til
almennings að hún gæti orðið tilfinningafræðilegt viðfangsefni.33
Girndarlaus ást kemur aðeins við sögu þar sem Rosenwein telur
rannsóknir á uppruna hinnar ástríku fjölskyldu („affective family“)
á 18. öld meðal þess sem bandarískir fræðimenn í tilfinningasögu
hafi skrifað um.34 en reiðin og árásargirnin eru sýnilega kjarni til-
finningasögu í hennar huga.
Sagaástarinnar
Barbara Rosenwein er svo fáorð um sögu ástarinnar að óhjákvæmi-
legt er að skoða hana stuttlega með önnur rit að heimildum. Í skrif-
um evrópumanna hefur verið gert nokkuð mikið af því að rekja
sögu kynlífs út af fyrir sig og kljúfa það þannig frá tilfinningunni
sem því er gjarnan samferða í lífi fólks. Þar er minnisstætt stórvirki
Reay Tannahill, SexinHistory, sem hefur komið út í íslenskri þýð -
ingu og rekur sögu kynlífsins yfir eitthvað á milli 20 og 14 milljón
ára tímabil.35 Í fræðaheiminum mun hins vegar þykja mest nýjung
að kynlífssögu Michel Foucault sem var rituð á frönsku í þremur
bindum, Histoiredelasexualité, og kom út á árunum 1976–84, en í
heild mun hún aðeins vera til á ensku í íslenskum söfnum.36 Á
ensku hefur félagsfræðingurinn Jeffrey Weeks skrifað einna mest
um þessi efni undanfarna áratugi.37
Saga ástarinnar hefur engu að síður verið fræðimönnum hug-
leikin. Rannsóknir á henni virðast í upphafi hafa tekið mið af mót-
unarhyggju fremur en eðlishyggju, að minnsta kosti þær rannsókn-
tilfinningaréttur 87
33 Sama heimild, bls. 824–825.
34 Sama heimild, bls. 828–829.
35 Reay Tannahill, Sex inHistory.endurskoðuð útg. (London 1992), bls. 3. —
Reay Tannahill, Mannkynið og munúðin – kynlífssaga mannsins. kristinn R.
Ólafsson þýddi úr ensku (Akureyri 2001), bls. 12.
36 Michel Foucault, TheHistoryofSexuality I–III. Þýð. Robert Hurley (New york
1980–1986).
37 Jeffrey Weeks, Sexuality (Chichester 1986). — Jeffrey Weeks, Sex,Politicsand
Society.Theregulationofsexualitysince1800.2. útg. (London 1989). — Jeffrey
Weeks, MakingSexualHistory(Cambridge 2000).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 87