Saga - 2009, Side 88
ir sem enn eru teknar alvarlega og urðu til á fyrri hluta 20. aldar.
Þessar rannsóknir fóru af stað í bókmenntasögu og leituðust við að
svara því hver væri uppruni franska riddarakveðskaparins, sem
Íslendingar hafa lengst af þekkt best í formi riddarasagna. Á því
sviði sló í gegn bók eftir C.S. Lewis, TheAllegoryofLove sem kom út
árið 1936. Þar stendur á bls. 2 setning sem hefur reynst sérstaklega
gagnlegur skotspónn fræðimanna:38 „Allir hafa heyrt um riddara-
lega ást, og allir vita að hún birtist mjög skyndilega í lok elleftu
aldar í Languedoc.“ Hver af öðrum hafa menn sýnt fram á að ástin
sé eldri en svo.39 Nú á Lewis að vísu þá undankomuleið að hann
takmarkaði staðhæfingu sína við riddaralega ást, „courtly love“,
sem hann reyndi að skilgreina. Hann segist eiga við ást af mjög sér-
stakri gerð sem einkennist af auðmýkt, kurteisi, trássi við hjóna-
bandið og trúarlegri upphafningu ástarinnar.40 engu að síður hafa
fræðimenn lengi fengist við að finna ást einhvern tímann fyrr og
einhvers staðar annars staðar og kallað það sem þeir finna riddara-
lega eða rómantíska ást.
einna mesta ritið af því tagi er eftir Peter Dronke, MedievalLatin
andtheRiseofEuropeanLove-Lyric (1963 og aftur aukið 1968). Þó að
rit hans snúist aðallega um latneskan miðaldakveðskap byrjar hann
á nokkrum fornegypskum vísum. Hann birtir þær í einfaldri enskri
endursögn sem eins má endursegja á íslensku. Til dæmis stendur
þetta í vísu frá því um 1300 f.kr.:41
Ég ætla að liggja fyrir heima
og þykjast vera veikur.
Þá koma nágrannarnir til að hitta mig
og ástin mín verður með þeim.
Hún gerir læknana óþarfa
því að hún þekkir sjúkdóm minn.
gunnar karlsson88
38 C.S. Lewis, TheAllegoryofLove.AStudy inMedievalTradition (oxford 1936),
bls. 2. „every one has heard of courtly love, and every one knows that it appe-
ars quite suddenly at the end of the eleventh century in Languedoc.“
39 Sbr. Roger Boase, TheOriginandMeaningofCourtlyLove.ACriticalStudyof
European Scholarship (Manchester 1977), bls. 1–3, 123–130. — Bernard
o’Donog hue, The Courtly Love Tradition. Literature in Context (Manchester
1982), bls. 1–3, 96.
40 C.S. Lewis, TheAllegoryofLove, bls. 2.
41 Peter Dronke, MedievalLatinandtheRiseofEuropeanLove-Lyric I (oxford 1968),
bls. 10.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 88