Saga - 2009, Page 89
Dronke birtir líka margvíslegan skemmtilegan kveðskap á latínu,
til dæmis 17 erinda brag þar sem allar vísurnar enda á sömu setn-
ingu: „Deus amet puellam!“, Guð elski stúlkuna. Það fyrsta er svona:
Deus amet puellam, Guð elski stúlkuna,
claram et benivolam, skæra og góðgjarna,
Deus amet puellam! Guð elski stúlkuna!
Þetta dæmi telur Dronke að falli innan marka þess sem sé réttnefnd
riddaraleg ást. Hann segir að þessi bragur sé fullkomlega riddara-
legur eins og hann skilji hugtakið.42 kannski skilgreinir hann það
nokkuð vítt til þess að afsanna beinlínis staðhæfingu Lewis um
uppruna riddaralegrar ástar í Suður-Frakklandi á 11. öld. en deilan
um það efni er fremur bókmenntasöguleg en beinlínis sagnfræðileg
því að hún snýst um uppruna riddarakveðskapar á frönsku. Í sagn -
fræði virðist ekki mikil ástæða til að leita að uppruna ástar í ná -
kvæmlega þeirri merkingu sem Lewis notar hugtakið riddaraleg
ást vegna þess að sagnfræði hefur fremur áhuga á ást í fólki en í
textum.
Annar þráður rannsóknar á þessu efni liggur frá svissneska
heimspekingnum Denis de Rougemont, sem gaf fyrst út bók sína,
L’Amouretl’Occident, árið 1939. kenning Rougemont er sú að það
sem við köllum ástríðufulla ást (passionatelove) og birtist í franska
riddarakveðskapnum hafi verið fundið upp í sértrúarflokki kaþara
(Manikea). Trúflokkur þessi hafði sérstaka óbeit á kynlífi og taldi
Rougemont að þaðan væri komin tilbeiðslukennd ást riddara -
kvæðanna sem aldrei fæst svalað.43 Þessum hugmyndum virðist
ekki hafa verið tekið betur en þeim sem Lewis hafði sett fram um
riddarakveðskapinn. Í viðauka í síðari útgáfum bókarinnar svarar
Rougemont andstæðingum sínum og talar af lítilli virðingu um
flokk af gagnrýnendum sem hafi gelt við hæla sér í „vísindalegum“
tímaritum.44
Þriðji höfundurinn sem gerði ráð fyrir því um sama leyti og
Lewis og Rougemont að gersamlega ný tegund ástar hefði orðið til
í Suður-Frakklandi á elleftu öld var franski sagnfræðingurinn Marc
Bloch. Hann kom inn á efnið í riti sínu, LaSociétéFéodale, árið 1940,
tilfinningaréttur 89
42 Peter Dronke, MedievalLatinandtheRiseofEuropeanLove-Lyric I, bls. 264.
43 Denis de Rougemont, Love in theWesternWorld. Þýð. Montgomery Belgion.
endurskoðuð útg. (Prince ton, NJ 1983), einkum bls. 75–82. Annars er rök-
færsla bókarinnar löng og flók in, og mætti benda á marga aðra staði í henni.
44 Denis de Rougemont, LoveintheWesternWorld, bls. 325–379, tilv. á bls. 364.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 89