Saga - 2009, Síða 90
og rakti nýjungina til veikrar stöðu kirkjunnar á svæðinu.45 Þessi
þráður sögulegrar skýringar, og einkum efnahagssögulegrar, var
tek inn upp af enska sagnfræðingnum Alan Macfarlane. Hann leit -
aði að uppruna sérstakrar gerðar af hjónabandi sem hann taldi
eink um einkenna enska sögu og kenndi við prestinn og lýðfræðing-
inn Thomas Malthus vegna þess að hann hefði fyrstur manna gert
grein fyrir því. Þessi tegund hjónabands einkenndist af því að telj -
ast ekki sjálfsagður liður í lífi manns, líkt og náttúrufyrirbæri skipu-
lagt af öðrum, heldur eitthvað sem maður ákvað að ganga inn í og
valdi sér helst maka sjálfur, meðal annars af ást. Þessa tegund
hjóna bands rakti Macfarlane til upprennandi kapítalisma í evrópu
á 13. og 14. öld, einkum vegna þess að fólk reiknaði væntanleg börn
inn í dæmið og taldi þau fjárhagslega byrði fremur en tekjustofn.46
Síðustu áratugi hefur saga og mannfræði ástar, girndar og kyn-
lífs verið stunduð af miklum áhuga. Þar greinast í sundur tveir
meginstraumar sem má kenna við eðlishyggju og mótunarhyggju
þótt tengslin við þessar kenningar séu vissulega misjafnlega skýr.
kenningin um að rómantísk ást hafi verið fundin upp í Frakk -
landi á miðöldum hefur alls ekki verið kveðin niður. kaliforníu -
maðurinn R. Howard Bloch sagði árið 1991 að riddaraleg ást hefði
orðið til einhvern tímann milli byrjunar og miðbiks tólftu aldar,
fyrst í Suður -Frakklandi, síðar í Norður-Frakklandi. en í hans aug -
um var upphafningin á konum leið til að niðurlægja þær. Tilbeiðsla
kvenna væri tæki til að hindra jafnrétti kynjanna.47
Stundum er ekki laust við að mótunarhyggja verði að eins konar
hugmyndafræði, kannski einkum í Bandaríkjunum þar sem hún
tengist pólitísku frjálslyndi vinstri arms stjórnmálanna. Þegar yale-
prófessorinn Robert J. Sternberg tók saman efni bókarkafla síns um
sögu ástarinnar byrjaði hann á að staðhæfa að ást væri félagsleg
smíð sem speglaði tíma og stað. en kaflinn virðist fullt eins mikið
vitna um hitt, að ástin sé alls staðar talsvert lík sjálfri sér. 48 Niður -
staðan væri fullt eins eðlilegt framhald kaflans ef hann hefði klykkt
gunnar karlsson90
45 Marc Bloch, FeudalSociety II. Þýð. L.A. Manyon. 2. útg. (London 1965), bls.
308–310.
46 Alan Macfarlane, Marriage andLove inEngland.Modes ofReproduction 1300–
1840 (oxford 1986), bls. 3–19, 321–344.
47 R. Howard Bloch, MedievalMisogyny and the Invention ofWestern Romantic
Love, víða en afdráttarlaust á bls. 8, 197.
48 Robert J. Sternberg, Cupid’sArrow.TheCourseofLovethroughTime(Cam bridge
1999), bls. 59–74.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 90