Saga - 2009, Side 93
stutt neinum vitnisburðum, aðeins þeim fordómum að rómantísk
ást væri fundin upp af trúbadúrum.54 Hitt hefur farið framhjá
Dronke að Bjarni einarsson hafði rökstutt rækilega þá skoðun að
vísur og sögur íslensku skáldanna væru undir áhrifum franskra
riddarabókmennta. Bók hans um það efni kom út tveimur árum
áður en Dronke gaf sína bók út í fyrra skiptið.55 eftir það er engin
leið að nota skáldasögurnar sem örugga vitnisburði þess að íslensk-
ir karlmenn hafi verið farnir að tilbiðja konur úr fjarska, og jafnvel
tekið það fram yfir að njóta þeirra, áður en þeir lærðu það af
Frökkum. Annar höfundur, Bernard o’Donoghue, hefur bent á ást-
arvísur í eyrbyggja sögu og Bjarnar sögu Hítdælakappa sem forn-
norræn tilbrigði við evrópska ástarkveðskapinn,56 en þeim fylgir
sami heimildavandi og vísum kormáks og Hallfreðar. Ómögulegt
er að sanna að þær séu eldri en frá 13. öld.
Hvað þá um eddukvæði? Þar eru sagðar miklar ástarsögur. Í
karlmannakvæðinu Hávamálum er margs konar speki um ástamál
og sýnilega gert ráð fyrir að maður geti orðið heillaður af konum
því fyrir slíkt er flutt þessi málsvörn:57
Ástar firna
skyli engi maður
annan aldregi,
oft fá á horskan
er á heimskan né fá
lostfagrir litir.
Goðið Freyr sá svo fallega stúlku í Jötunheimum að hann varð hug-
sjúkur og sendi skósvein sinn, Skírni, eftir stúlkunni.58 Þá má nefna
Völundarkviðu þar sem eiginkonurnar yfirgefa þrjá bræður, og
einn þeirra, Völundur, situr eftir í Úlfdölum og smíðar gimsteina-
skreytta hringi handa konu sinni, „ef honum / koma gerði“.59 Í
hetjukvæðum eddu eru tvær flóknar ástarsögur af Völsungum.
Önnur er í þremur Helgakviðum og fjallar um Helga, hetju sem
endurfæðist tvisvar, og valkyrjurnar Svávu, Sigrúnu og káru, sem
tilfinningaréttur 93
54 Sama heimild, bls. 41–42 nm.
55 Bjarni einarsson, Skáldasögur. Um uppruna og eðli ástaskáldasagnanna fornu
(Reykjavík 1961), bls. 37–39, 162–164, 233, 255–256.
56 Bernard o’Donoghue, TheCourtly Love Tradition, bls. 16. — Sbr. líka Roger
Boase, TheOriginandMeaningofCourtlyLove, bls. 108.
57 Eddukvæði. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna (Reykjavík 1998), bls. 37.
58 Sama heimild, bls. 84–93.
59 Sama heimild, bls. 145–154.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 93