Saga - 2009, Page 94
líka eru sama konan endurfædd.60 Hin sagan er aðallega sögð í
Sigurdrífumálum, Sigurðarkviðum tveimur, Guðrúnarkviðu fyrstu
og Helreið Brynhildar. Þar segir frá flóknum og viðburðaríkum
ástamálum Brynhildar Buðladóttur, Sigurðar Fáfnisbana, Guðrúnar
Gjúkadóttur og Gunnars bróður hennar.61
Hér skortir ekkert á heitar og ofsafengnar tilfinningar. Um væn -
an skammt af oxytókíni vitnar aftur á móti frásögnin af Sigyn sem
heldur sífellt skál yfir andliti Loka bónda síns fjötraðs til að hlífa
honum við eitri ormsins sem er bundinn yfir höfði hans, nema þá
sjald an að hún verður að skvetta úr skálinni, og verða þá jarð -
skjálft ar af umbrotum bandingjans.62
ef nota á eddukvæði sem heimildir um tilfinningar höfunda og
áheyrenda þeirra koma upp mikil vandamál. Venjulega hefur verið
gert ráð fyrir að þau séu flest ort í heiðni eða að minnsta kosti fyrir
upphaf ritaldar á Íslandi. en svo hafa líka komið fram efasemdir
um að þau séu yfirleitt ort í eitt skipti fyrir öll, hvert og eitt, og ekk -
ert þeirra er varðveitt í handritum eldri en frá 13. öld. Varla verður
heldur sagt að nokkurs staðar í eddukvæðum sé riddaralegur ást-
arkveðskapur, þannig að þau afsanna ekki beinlínis staðhæfingu
C.S. Lewis þótt þau teljist svo gömul að þau geti ekki verið ort
undir áhrifum frá kveðskap trúbadúra. en tilfinningunum sem sagt
er frá í eddukvæðum svipar vissulega til þeirra sem trúbadúrar tjá
í kvæðum sínum. er eðlismunur á því að yrkja sífellt um fjarstadda
konu og því að smíða henni í sífellu gimsteinsskreytta gullhringi
eins og Völundur gerði? og tilbeiðslu á hinum elskaða er þar vissu-
lega að finna. Goðið Freyr segir Skírni skósveini þannig frá jötna-
meynni Gerði:63
Hví um segjag þér,
seggur inn ungi,
mikinn móðtrega?
Því að álfröðull
lýsir um alla daga
og þeygi að mínum munum
- - -
gunnar karlsson94
60 Sama heimild, bls. 164–207.
61 Sama heimild, bls. 243–291.
62 Sama heimild, bls. 134. Þessi frásögn er að vísu ekki í kvæði heldur lausa-
málsklausu á eftir Lokasennu í konungsbók eddu.
63 Sama heimild, bls. 85.
Í Gymis görðum
eg sá ganga
mér tíða mey.
Armar lýstu
en af þaðan
allt loft og lögur.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 94