Saga - 2009, Side 96
Annars hafa rannsóknir á þessu efni haldist meira innan bók-
menntasögu en sögu, og hefur orðið mestur vegur lítillar bókar eftir
danska bókmenntafræðinginn Thomas Bredsdorff sem var skrifuð
á dönsku en hefur líka komið út bæði á íslensku og ensku.66
Um réttarsögu ástarinnar mundi margt koma í leitirnar í elstu
lögbók Íslendinga, Grágás.67 Síðan má fylgja þessum sömu atriðum
áfram á hinu lögfræðilega yfirborði, um lögbækurnar Járnsíðu,68
Jónsbók69 og norsku lög kristjáns konungs fimmta, sem voru gefin
út á íslensku og sjálfsagt mikið notuð á Íslandi þótt þau væru aldrei
lögleidd þar í heild.70 Meðfram þessu og í framhaldi af því má rekja
sig eftir einstökum lögum til nútímans. ef kafað skal dýpra er hægt
að finna dóma allt síðan á síðmiðöldum, einkabréf í stórum stíl
síðan snemma á 19. öld, þjóðsögur fyrst skráðar um sama leyti og
svo ástarsögur sem birta margt um ríkjandi viðhorf til þess hvað
beri að leyfa og hvað ekki.
Tilfinningaréttur reiðinnar á miðöldum og takmörk hans er eitt
meginþema Íslendingasagna.71 en eitthvert skýrasta dæmið um
hann er í Grágás. Þar er lögfestur réttur til að drepa mann án þess
að dómur hafi fallið gegn honum. Þetta var kallað að eiga vígtum
eða vígtígegneða að sá væri óheilagur sem mátti drepa að ósekju. Í
sumum tilfellum átti maður vígt fram að næsta Alþingi, í öðrum
aðeins á vettvangi, þar og þegar sem misgert er við mann. Þannig
segir í Grágás að maður eigi vígt um sex konur, eiginkonu, móður,
dóttur, systur, fósturmóður og fósturdóttur. ef maður stendur mann
að kynmökum við einhverja þessara kvenna, „er legorðssök hefir
tekist“, á maður vígt um það fram til næsta Alþingis, og virð ist ekki
gunnar karlsson96
66 Thomas Bredsdorff, Kaos og kærlighed.En studie i islændingesagaers livsbillede
(københavn 1971). — Thomas Bredsdorff, Ástogöngþveiti í Íslendingasögum.
[Þýðandi Bjarni Sigurðsson.] (Reykjavík 1974). — Thomas Bredsdorff, Chaos&
Love.ThephilosophyoftheIcelandicfamilysagas. Þýð. John Tucker (Copenhagen
2001).
67 Sbr. Gunnar karlsson, „kenningin um fornt kvenfrelsi á Íslandi“. SagaXXIV
(1986), bls. 54–55, 57–58, 60–63.
68 JárnsíðaogkristinrétturÁrnaÞorlákssonar.
69 Jónsbók.KongMagnusHakonssonsLovbogforIsland,vedtagetpaaAltinget1281,
ogRéttarbætr,deforIslandgivneRetterbøderaf1294,1305og1314. Útg. Ólafur
Halldórsson (københavn 1904). — Jónsbók.LögbókÍslendingahversamþykktvar
áalþingiárið1281ogendurnýjuðummiðja14.öldenfyrstprentuðárið1578. Már
Jónsson tók saman (Reykjavík 2004).
70 KongsChristiansÞessFimmtaNorskuLøgaIslendskuUtløgd (Hrappsey 1779).
71 Sbr. Jesse L. Byock, FeudintheIcelandicSaga (Berkeley 1982), bls. 1–4 og víðar.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 96