Saga - 2009, Side 97
gerður greinarmunur eftir því hvort það hefur gerst með vilja kon-
unnar eða ekki. en hins vegar ef „maður kemur þar að er annar
maður brýtur konu til svefnis, þá er hann á vígt um, og hafi hinn
fellda hana og látið á fallast, eða hittir hann hinn í sama sæng henni
svo að þau hvíli bæði samt, og er hinn af því þar kominn að hann
vildi misræðu ráða við hana, og á hann þar vígt um í hvorum -
tveggja stað og á þeim vettvangi en eigi lengur en svo.“72 Hér er
viðurkenndur réttur manns til að snöggreiðast og drepa mann í
ofsa, en ef enginn skaði er skeður þá er hann skyldugur til að láta
sér renna reiðin þegar atvikið er afstaðið.
eins er um fleiri misgerðir. ef maður var veginn máttu aðilar
vígsakarinnar, oftast nánir ættingjar, og fylgdarmenn þeirra, hefna
þess um ótiltekinn tíma, en aðrir máttu hefna „til annars dægurs“.
Væri maður særður átti hann rétt á að hefna sín fram að næsta
Alþingi. en fyrir sár máttu aðrir menn aðeins hefna fyrir manninn
næsta sólarhring á eftir, „til jafnlengdar annars dægurs“. en ef
maður varð fyrir árás sem leiddi ekki til áverka mátti sá sem varð
fyrir henni aðeins vega fyrir það á vettvangi.73 Fyrir þrælsvíg mátti
eigandi hans hefna á vettvangi „en eigi lengur en svo“.74 Verstu
um mæli sem hægt var að hafa um mann, að hann væri ragur,
stroðinn eða sorðinn, leiddu til óhelgi allt til næsta Alþingis; eins
var um það ef maður kvað níð um mann á Lögbergi.75 Þjófar féllu
óhelgir á vettvangi þjófnaðarins.76
Þessi sjálftökuréttur hverfur smám saman á miðöldum. Í Járn -
síðu, sem var lögleidd á Íslandi á árunum 1271–73, er nokkuð eftir
af honum. Þar eru teknar til sjö konur „er maður má vega um sekta-
laust við konung og frændur og gefa dauðum sök“. Miðað við Grá -
gás eru fósturmóðir og fósturdóttir horfnar úr þeirri tölu en stjúp -
móðir, sonarkona og bróðurkona komnar í staðinn.77 Líka kem ur
fyrir í bókinni að menn séu sagðir ógildir „bæði konungi og frænd-
um“, og er þar átt við að hvorki þurfi að gjalda konungi þegn gildi
tilfinningaréttur 97
72 Grágás.Lagasafníslenskaþjóðveldisins.Gunnar karlsson, kristján Sveinsson og
Mörður Árnason sáu um útgáfuna (Reykjavík 1992), bls. 233–234 (Vígslóði,
31. kap.).
73 Grágás, bls. 210, 213–214 (Vígslóði, 3., 11. og 13. kap.).
74 Grágás, bls. 276 (Vígslóði, 117. kap.).
75 Grágás, bls. 273–274 (Vígslóði, 114. og 115. kap.).
76 Grágás, bls. 268 (Vígslóði, 105. kap.).
77 JárnsíðaogkristinrétturÁrnaÞorlákssonar, bls. 79 (Mannhelgi, 10. kap.).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 97