Saga - 2009, Side 98
né ættingjum bætur fyrir víg þeirra.78 en hinn tímabundni réttur til
að vega mann í reiði er horfinn.
Járnsíða var aðeins í gildi í kringum áratug, svo að litlu skiptir í
sjálfu sér hvort sjálftökuréttur var viðurkenndur á tíma hennar.
Vitnis burður hennar er samt mikilvægur því í Grágás er sýnilega
mikið af lögum sem hljóta að hafa verið orðin úrelt á síðasta skeiði
þjóðveldistímans, til dæmis allt það sem þar er sagt um þrælahald.
Því skiptir máli að vita að réttur til hefnda án dóms og laga var ekki
úreltari en svo á síðari hluta 13. aldar að hann komst inn í nýja lög-
bók. en í Jónsbók, sem var lögleidd 1281, er sjálftökurétturinn horf-
inn, að minnsta kosti nokkurn veginn. orðasambandið aðeigavígt
kemur ekki lengur fyrir. Hefnd er því aðeins viðurkennd sem lög-
mæt ef umboðsmaður konungs hefur vanrækt að sjá um að sá sem
er misgert við fái fyrir það viðeigandi bætur.79 Á einum stað er
talað um að menn geti fallið „útlægir og óhelgir“ ef þeir verji með
vopnum eignir sem skuldheimtumaður vill sækja löglega með full-
tingi umboðsmanns konungs.80 en kaflinn er nokkurn veginn
óbreyttur tekinn upp úr Járnsíðu.81 Í Jónsbók segir líka að ef maður
vegi skemmdarvíg eða vinni níðingsverk „þá fari hann útlægur og
óheilagur, og hafi fyrirgert fé og friði, landi og lausum eyri …“82 en
þar mun ekki vera átt við umsvifalausa óhelgi, heldur eftir að
dómur hefur verið felldur. Annars staðar í Jónsbók eru blóðhefndir
líka bannaðar skýrum orðum:83
Svo er mælt og staðfastliga tekið um allt landið að ef maður
vegur mann eður veitir þær ákomur eða gjörir nökkur þau
verk er hann á að láta fyrir líf eður limar að lögum, þá skulu
þeir er næstir verða staddir eður þeir sem fyrst megu ná taka
þann mann og færa sýslumanni bundinn eður fjötraðan. en ef
þeir gjöra eigi svo og megu þeir því við koma, svo að þeir megi
öngva skömm eður skaða af honum fá, þá er hver þeirra sekur
hálfri mörk við konung nema fjórmenningar að frændsemi
eður mægðum og nánari. Þeir eru eigi skyldir að taka þann
gunnar karlsson98
78 JárnsíðaogkristinrétturÁrnaÞorlákssonar, bls. 99 (kvennagiftingar, 5. kap.), sbr.
74 (Mannhelgi, 1. kap.), 128 (kaupabálkur, 4. kap.).
79 Jónsbók(2004), bls. 115 (Mannhelgi, 22. kap.). – Sbr. Jónsbók (1904), bls. 60–61
(Mannhelgi, 21. kap.).
80 Jónsbók(2004), bls. 210. – Sbr. Jónsbók (1904), 212 (kaupabálkur, 3. kap.).
81 JárnsíðaogkristinrétturÁrnaÞorlákssonar,bls. 127–128 (kaupabálkur, 4. kap.).
82 Jónsbók(2004), bls. 104. – Sbr. Jónsbók (1904), bls. 40–41 (Mannhelgi, 4. kap.).
83 Jónsbók(2004), bls. 110–111. – Sbr. Jónsbók (1904), bls. 53 (Mannhelgi, 16. kap.).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 98