Saga - 2009, Page 99
mann eða færa á þing nema þeir vili. Sýslumaður er skyldur að
taka þann mann og færa á þing. en bændur eru skyldir að
dæma þann mann eftir lögum á þingi. en sýslumaður er skyld -
ur að láta refsa honum eftir lögum. Nú er þessu fyrir því svo
skipað að þetta mega öngir syndalaust gjöra nema sá sem
dómari er og konungur hefir til þess skipað, því að lögin refsa
en eigi hann þó að hann gjöri skyldu sína eftir því sem lögin
bjóða honum. en aðrir gera með heift og öfund.
Þessi breyting frá Grágás til Jónsbókar er það sem Norbert elias
kallar siðmenningarferli. Hér á landi stendur það í sérstaklega skýr -
um tengslum við stjórnkerfisbreytinguna, þegar konungsvald kem -
ur til sögunnar, þótt ekki gerist breytingarnar nákvæmlega sam-
tímis. en sama þróun varð í konungsríkjum miðalda líka. Um það
er til skemmtilegt dæmi í dönskum lögum. Í Skánarlögum er ákvæði
um að maður sem hefur verið stolið frá megi hengja þjóf ef hann
hefur verið dæmdur fyrir hálfrar merkur þjófnað á þingi.84 Hér er
dómsvaldið þingsins en valdið til að framfylgja refsingunni í hönd-
um þess sem misgert er við, líkt því sem var í íslenska þjóðveldinu.
en í Jótalögum er komið inn í ákvæðið að konungsumboðsmaður
skuli hengja þjófinn, raunar án dóms, „for rættæns saak. oc kun-
ungs wald. oc æi for hæuænd. æn bondæ ma æi sialf hængæ siin
thiwf for thy at han [gøør] thæt for hæuænd. num tho at illæ ær
withær hanum gørth. tha ma han æi wæræ tho siin eghæn ræt-
tær.“85
Lögbundni rétturinn til að skeyta skapi sínu á öðrum hverfur að
miklu leyti úr íslensku réttarkerfi á síðmiðöldum og hefur ekki átt
afturkvæmt í það. Að vísu var og er dæmt misþungt fyrir ofbeldis-
verk eftir því hvort sá sem framdi verkið taldist hafa meiri eða
minni ástæðu til að fremja ofbeldi. Sá sem slær frá sér í sjálfsvörn
fær varla dóm fyrir, þótt lögfræðingar reynist hikandi að tjá sig
tilfinningaréttur 99
84 DanmarksgamleLandskabslovemedKirkelovene.Udgivet af Det danske Sprog-
og Litteraturselskab under Ledelse af Johs. Brøndum-Nielsen i Forbindelse
med Poul Johs. Jørgensen. I:1 (københavn 1933), bls. 120–121 (Skånske Lov;
Tekst 1, kap. 151).
85 Danmarks gamle Landskabslove med Kirkelovene II (københavn 1933), bls.
296–297 (Jyske Lov; Text 1, kap. 87). Í DanmarksgamleLovepaaNutidsdanskII
(københavn 1945), bls. 189, er þetta þýtt svona: „for Rettens og kongens
Magts Skyld og ikke af Hævn. Men Bonden maa ikke selv hænge sin Tyv,
fordi han gør det af Hævn. Selv om der er handlet ilde imod ham, maa han
ikke selv tage sig til Rette.“
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 99