Saga - 2009, Side 103
Ágripdanssögunnar
elst íslenskra heimilda sem geta um dans af einhverju tagi er
dróttkvæð vísa úr eyrbyggja sögu, þar sem segir frá ekkju nokkurri
sem sögð er hoppfögur, þ.e. fögur í dansi. Vísan, sem er eignuð
Þórarni svarta Þórólfssyni og talin vera frá því um 1000, gefur að
öðru leyti engar upplýsingar um dansinn, nema hvað tekið er fram
að ekkjan sé „öldrukkin“ er hún skopast að skáldinu.1
Skalat ƒldrukkin ekkja,
eg veit at gat beitu
hrafn af hræva efni,
hoppfƒgr af því skoppa,
at hjƒrdƒggvar hyggjak,
hér es fjón komin ljóna,
haukr unir hƒrðum leiki
hræva stríðs, á kvíðu.
Aldur vísunnar, og þar með heimildagildi, má heita umdeilanlegur
þar sem eyrbyggja saga var ekki skráð, að því er talið er, fyrr en á
síðari hluta 13. aldar. Fræðimönnum hefur þó ekki þótt ástæða til
að rengja höfundinn, enda þykja vísur Þórarins fornlegar og hvergi
skera sig úr því sem tíðkaðist á 10. öld.2
Af öðrum heimildum frá miðöldum eru taldar elstar Jóns saga
helga (byrjun 13. aldar) og Þorgils saga og Hafliða úr Sturlungu
(fyrri hluti 13. aldar), en báðar geta þær um dansskemmtanir á Ís -
landi snemma á 12. öld. Þótt heimildagildi þessara tveggja sagna
hafi einnig verið vefengt er almennt álitið — og þá meðal annars
með stuðningi fleiri heimilda — að dansleikar hafi verið algeng
skemmtun á Íslandi á 12. og 13. öld og að frá sagnfræðilegu sjónar-
horni megi fullyrða að þeir hafi tíðkast frá því upp úr 1170.3
Ýmislegt hefur verið ritað um upphaf dansleika á Íslandi og
verður sú umræða ekki rakin hér; hins vegar má benda á að þær
ályktanir sem menn hafa dregið af vitnisburði miðaldatexta ein-
skorðast að sjálfsögðu við varðveitt efni og tengjast því lítið getgát-
siðferði gleðinnar 103
1 Eyrbyggjasaga. Íslenzkfornrit IV. Útg. einar Ól. Sveinsson og Matthías Þórð ar -
son (Reykjavík 1935), bls. 49.
2 einar Ól. Sveinsson, „Formáli“, Íslenzk fornrit IV. Útg. einar Ól. Sveinsson og
Matthías Þórðarson (Reykjavík 1935), bls. vi–vii.
3 Sbr. Vésteinn Ólason, TheTraditionalBalladsofIceland. Historicalstudies (Reykja -
vík 1982), bls. 36–37.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 103