Saga - 2009, Page 105
um; einnig hér hljóta ályktanir að miðast við varðveitt efni ein-
göngu, hvort sem mönnum þykja þær trúverðugar eða ekki. Þannig
bera t.d. elstu textarnir vott um viðhorf kirkjuyfirvalda til dansleika
og af þeim verður ekki betur séð en að samkomurnar hafi verið illa
séðar af yfirvöldum allt frá upphafi og að andstaða þeirra gegn
dansleikum hafi verið nokkuð samfelld. Upphaflega virðast það
einkum hafa verið kaþólskir biskupar sem settu sig upp á móti leik-
unum, eða hinni svonefndu gleði,6 þótt einnig megi finna dæmi um
neikvætt viðhorf til dansmenningar í veraldlegum bókmenntatext-
um, svo sem þegar komið er fram á 14. öld.7
eftir siðaskipti fer heimildum um dansiðkun Íslendinga fjölg-
andi, eðlilega, og þótt þá væru liðin hátt í 400 ár síðan fyrstu gagn -
rýnisraddir voru skjalfestar og lútherskur siður væri tekinn við af
þeim kaþólska, einkennast varðveittar heimildir enn mjög af sams
konar viðhorfi; umkvörtunarefnið er í stórum dráttum sið leysi,
drykkjuskapur, ólæti og lauslæti sem fylgi samkomunum, en síðar
fara menn svo að fetta fingur út í dansinn sjálfan, sem þótti þá gam-
aldags miðað við það sem tíðkaðist erlendis; það er því varla hægt
að segja að andstaðan framan af hafi beinst gegn gleð inni sem dans-
samkomu, heldur öllu fremur sem vettvangi frjálslyndis og óreglu.
Af yngstu heimildunum má svo að lokum draga þá ályktun að
andstaða lútherskra biskupa og presta á 17. og 18. öld hafi farið
stöðugt vaxandi og að lokum leitt til þess, ásamt samfélagslegum
aðstæðum og nýrri tísku, að gleðin lagðist af, líklega með öllu á 18.
öldinni ofanverðri og jafnvel í allra síðustu tilvikum um aldamótin
1800.8
siðferði gleðinnar 105
6 orðið gleði er hér notað í merkingunni fagnaður eða samkoma. Gleðir voru lík-
lega oftast haldnar á svonefndum vökunóttum og að hluta til beindist andstaða
kirkjunnar manna gegn því; það eru þó engu að síður athafnir fólks og
skemmtanasiðir sem þeir fordæma.
7 Aðalheiður Guðmundsdóttir, „Fra balladedans til hringbrot og sværddans“,
Balladdans iNorden. Symposium i Stockholm 8–9 november 2007 (Stockholm
2008), bls. 63.
8 eitthvað hefur þó eimt eftir af dönsunum sjálfum, svo sem vikivakanum eða
einstökum sporum, auk þess sem danstengdi leikurinn hringbrot virðist hafa
lifað fram á 19. öld; að langmestu leyti mun þó dansþekkingin gamla hafa glat -
ast. Ég hef á öðrum vettvangi gert grein fyrir þessari andstöðu og hugsanleg-
um ástæðum hennar og tínt til þau dæmi sem máli skipta, sbr. Aðalheiður
Guðmundsdóttir, „How Icelandic Legends Reflect the Prohibition on Dancing“,
ARV: Nordic Yearbook of Folklore 16 (2005), bls. 25–52. Um hringbrotið, sjá:
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 105