Saga - 2009, Page 107
og gleðileikir „sæði andskotans í vantrúuðum mönnum sem eru
fullir af gjálífi og vondum girndum og tilhneigingum“.11
Að einhverju leyti hljóta þessir siðir að skýra ástæðu þess að
gleðin á Íslandi fékk á sig svo illt orð sem raun ber vitni og lagðist
jafn illa í kirkjunnar menn og um hefur verið rætt. en þótt ef til vill
megi segja að hér sé dregin upp heldur dökk mynd af danssögu
Íslendinga, ber reyndar ekki að skilja ástandið sem svo að allir
íslenskir prestar hafi verið mótfallnir dansleikum og þaðan af síður
sýslumenn. Staðreyndin er hins vegar sú að fjöldi heimilda um þá
sem sýndu gleðinni andstöðu með einhverjum hætti, hvort sem er
með beinum afskiptum, bréfaskiptum eða í kveðskap, er umtals-
verður og þá væntanlega sumpart vegna þess að umkvartanir rata
líklega frekar á pappír en jákvæð gagnrýni eða hlutlaus. Umrædd
dæmi eru rakin í bók Jóns Samsonarsonar, Kvæðiogdansleikir, þar
sem jafnframt er vitnað til þjóðþekktra manna, allt frá 17. öld, sem
beinlínis rekja hnignun dansleikanna til afskipta kirkjuyfirvalda og
staðfesta þar með að andstaða þeirra hafi borið árangur og gleðir
hafi jafnvel verið aflagðar sums staðar þegar við lok 16. aldar. Jón
telur ekki ástæðu til að rengja skoðun þessara manna, enda er um
að ræða samfelldan áróður sem hlýtur að hafa haft áhrif, líkt og sjá
má í kveðskap frá 17. öld, en þar segir:12
Gumnar hafa hér gaman í kveld,
get eg að það sé bannað;
eg mun þegja og þylja í feld
og þenkja um nökkuð annað.
…
Aldrei hefur hið væna víf
vorðið mér að yndi;
heima skal eg, þó hryggt sé líf,
halda mínu lyndi.
…
So er nú öld um heimsins hlið
hrekkja vafin í galla,
að mega nú ekki meyjarnar við
menn í kvæðum spjalla.
…
siðferði gleðinnar 107
11 Sbr. umfjöllun Jóns Samsonarsonar í Kvæðiogdansleikir I, bls. xxxvii–xxxix.
12 Jón Samsonarson í Kvæði og dansleikir I, bls. ccxxxviii. kvæðabrot eru úr
Íslenzkir vikivakar og vikivakakvæði.Útg. Ólafur Davíðsson (kaupmannahöfn
1894), bls. 276–277 og 303, og Kvæðiogdansleikir II, bls. 47, 149 og 176. Viðlagið
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 107