Saga - 2009, Side 109
öld.13 Umfjöllunarefni þessara kvæðategunda er yfirleitt með ólík-
um hætti, þar sem fornkvæðin fela í sér sögubrot, oftast erlend, en
vikivakakvæðin, sem eru lýrískari, endurspegla í mun ríkara mæli
innlent efni; af þessum sökum verða fornkvæðin undanskilin þeirri
umfjöllun sem hér fer á eftir, en áhersla lögð á vikivakakvæðin.
Vikivaki er fyrst nefndur í Crymogæu, sem talið er að Arngrímur
Jónsson lærði hafi lokið við árið 1602 (útg. 1609);14 ekki er þó ljóst
hversu löngu fyrir þann tíma menn dönsuðu vikivaka. Þar sem
eðlilegt er að gera ráð fyrir að aldursmörk vikivakakvæðanna hald-
ist í hendur við vikivakann sjálfan, verður fátt eitt fullyrt um aldur
þeirra annað en að þau hafi verið í umferð allt frá síðari hluta 16.
aldar og þar til gleðin lagðist af, eða fram á ofanverða 18. öld.15
ef við skyggnumst inn í heim vikivakakvæðanna, þessara kvæða
sem kveðin voru eða sungin við dans, eða leikkvæða og svonefndra
dansþulna, kemur í ljós ýmislegt sem gæti varpað skýrara ljósi á
siðferði gleðinnar 109
13 Stærsta safn varðveittra fornkvæða er kvæðabók sr. Gissurar Sveinssonar frá
Álftamýri, skrifuð 1665 (AM 147 8vo). einnig stóð Magnús Jónsson í Vigur
fyrir ritun veglegrar fornkvæðabókar á 17. öld og er talið að bók þessi, sem nú
er glötuð, hafi verið skrifuð eftir eldri, glataðri kvæðabók. eftirrit bókarinnar,
sem nefnist Kvæðabók úr Vigur, eru varðveitt. enn eitt gamalt handrit er
varðveitt í British Museum Collect. FMagn. Nr. 174 4to. Sjá Antiquarisk tids-
skrift1849–1851 (kjøbenhavn 1852), bls. 218–219 og 255–256, og Jón Helgason,
útg., Íslenzk fornkvæði I. editiones Arnamagnæanæ Series B, vol. 10 (kaup -
manna höfn 1962), bls. ix o.áfr.
14 Jakob Benediktsson, „Inngangur“ í Arngrímur Jónsson, Crymogæa.Þættirúr
söguÍslands. Þýð. Jakob Benediktsson (Reykjavík 1985), bls. 20–23 og 53–54. —
Arngrímur Jónsson, Crymogæa. Þættir úr sögu Íslands, bls. 148. Í viðaukum
Gísla oddssonar við Crymogæu, líklega frá fjórða áratug 17. aldar, eru stakir
vikivakaleikir nefndir á nafn. Um vikivakaleiki er einnig getið í Íslandslýsingu
odds einarssonar, en þó einungis á latínu, þannig að orðið „vikivaki“ kemur
þar ekki fyrir. Sjá Dag Strömback, „Um íslenzka vikivakaleiki og uppruna
þeirra“, Skírnir (1953), bls. 70. Um vikivaka, sjá ennfremur Terry Gunnell,
„Waking the ”Wiggle-Waggle“ Monsters (Animal figures and Cross Dressing
in the Icelandic Vikivaki Games)“, FolkDramaStudiesToday.TheInternational
Traditional Drama Conference 2002. Ritstj. eddie Cass og Peter Millington
(Sheffield 2003), bls. 207–225. Sjá einnig Masks andMumming in the Nordic
Area. Ritstj. Terry Gunnell (Uppsala 2007).
15 Dag Strömback telur blómaskeið vikivakaleikja hafa verið á 16., 17. og 18. öld, en
að þeir muni þó eflaust hafa tíðkast á miðöldum, a.m.k. síðmiðöldum, sbr. grein
hans „Um íslenzka vikivakaleiki og uppruna þeirra“, bls. 71. Viki vakaleikirnir
haldast, líkt og vikivakakvæðin, í hendur við sjálfan vikivakann (dansinn).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 109