Saga - 2009, Blaðsíða 110
umkvörtunarefni þeirra sem fordæmdu gleðina. Undir liggur mik -
ið efni, og reyndar svo að ótækt er að gera grein fyrir öllu því sem
kann að bera vott um viðhorf fólks til gleðinnar og þeirra sem dans-
leikana sóttu. Í eftirfarandi umfjöllun verða því einungis fáein þess-
ara kvæða skoðuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á gleðina og þá
skemmtanasiði sem henni fylgdu. Áhersla verður lögð á fimm
atriði, sem að samanlögðu ættu að gefa nokkuð skýra mynd af því
sem um ræðir.
1. Nokkur kvæðanna bera vott um að dansfólkið hafi verið af mis-
jöfnu sauðahúsi, líkt og t.d. má sjá af þulunum Stapadansinum og
annarri nafnlausri, þar sem varla verður sagt að fjallað sé um dans-
fólkið af mikilli virðingu:16
Þar kvað undir valin / Vigdís um salinn, / Magnús strangal-
inn [stransalinn], / Guðríður gedda, / ketilríður bredda, / Ingi -
ríður kúra …
eða:
Hver var í dansinum? Gunnar prestur, / Sigurður sultur / og
Svín drángalykkja. / Magnús hinn gali, / pilsara gríma; / ort er
út af ríma. / Líka baung, / tóa, taung, / tóa, tíka / Herdís píka,
/ grimma Mánga.
Í sumum kvæðum segir nánar af dansfólki sem þótt hefur ólukku-
legt, og þá sérstaklega ógæfusömum konum, sem hafa þá e.t.v.
legið vel við höggi gárunganna:17
Sokkaböndin lafa niðri’ um hæla, / þó fara skórnir hálfu ver. /
Það kann eingan ýngismanninn tæla.
eða:
Dansklæðið vantar, / datt hún ofan í, / pilsið upp fyrir höf uð ið,
/ svo piltarnir hlógu’ að því.
Lýsingar sem þessar gefa til kynna hvers konar fólk var meðal þátt-
takenda í gleðinni, og þar með gefa þær tilefni til að spyrja hvort sú
menning sem hér er sýnd hafi e.t.v. verið bundin við stéttir. Hér er
hlegið að gróteskum hliðum mannlífsins, óvirðulegum athöfnum
og ásýnd fólks. Samkvæmt kenningum rússneska fræðimannsins
Mikhails Bakhtin, sem rannsakaði alþýðlega skemmtanamenningu
á miðöldum og á tímum endurreisnar — og þá einkum hina svo-
aðalheiður guðmundsdóttir110
16 Íslenzkirvikivakarogvikivakakvæði, bls. 389 og 393.
17 Íslenzkirvikivakarogvikivakakvæði, bls. 282. — Kvæðiogdansleikir II, bls. 30 og
91.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 110