Saga - 2009, Síða 111
nefndu „hláturmenningu“ — tilheyrir húmor af þessu tagi fyrst og
fremst menningu alþýðunnar, og í raun er hann að öllum jafnaði á
skjön við orðræðu og háttprýði efri stétta samfélagsins;18 lýsing-
arnar gætu með öðrum orðum borið vott um að alþýðufólk hafi sótt
dansleikana í ríkara mæli en hinar efri stéttir. og þó að hér sé aðeins
um nokkur kvæðabrot að ræða þá styðja aðrar heimildir slíkar
ályktanir. Hér má til dæmis nefna ferðabók eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar frá miðri 18. öld, þar sem sérstaklega er tekið
fram, í umfjöllun um danstengda leikinn hringbrot, að heldri menn
hafi einnig tekið þátt í honum áður fyrr: „Þegar á allt er litið, er trú-
legt að leikir þessir hafi til forna verið af betra tæi, þegar heldri
menn tóku þátt í þeim …“19 Auðvelt er að túlka þessi orð á þann
veg að dansinn hafi einkum verið bundinn við alþýðuna á þeim
tíma sem þeir eggert og Bjarni voru á ferð. Í samræmi við þetta eru
dæmi um að sýslumenn og lögmenn hafi opinberlega lýst yfir
vanþóknun sinni á gleðinni. Þetta þarf þó ekki að hafa verið algild
regla, enda fer sögum af þátttöku heldri manna í dansleik — eða
jólagleði — á Þingeyrum árið 1757. Þetta taldist þó til tíðinda á
þeim tíma, var illa séð og fordæmt.20
2. Þótt framangreind dæmi beri e.t.v. ekki vott um mjög háleitar
samkomur, er eitt víst: Vikivakinn var ekki fyrir neina afglapa;
hann gerði kröfu um kvæðakunnáttu eða jafnvel færni í kveðskap-
siðferði gleðinnar 111
18 Bakhtin telur að gróteskur húmor af þessu tagi hafi blómstrað í alþýðlegri
skemmtanamenningu á 16. og 17. öld, en að á 18. öld hafi dregið mjög úr
honum. Mikhail Bakhtin, Rabelais and His World. Þýð. Hélène Iswolsky
(Bloom ing ton 1984), bls. 4, 14, 19, 116, 288, 303–305 og 439.
19 eggert Ólafsson, FerðabókEggertsÓlafssonarogBjarnaPálssonarumferðirþeirra
á Íslandi árin 1752–1757 I. Þýð. Steindór Steindórsson (Reykjavík 1974), bls.
205. Sbr. einnig eggert Ólafsson, Vice-LavmandEggertOlafsensogLand-Physici
Biarne Povelsens Reise igiennem Island, foranstaltet af Videnskabernes Sælskab i
Kiøbenhavn / og beskreven af forbemeldte EggertOlafsen (Sorøe 1772), bls. 352:
„overalt er riimeligt, at slige Leege have tilforn været af en bædre Art, da de
Fornemme vare med i dem …“ Samkvæmt dönskum orðabókum hefur orðið
tilforn afar víðtæka merkingu og getur hvort heldur sem er vísað til atburða í
nálægri eða fjarlægri fortíð.
20 Sbr. umfjöllun Jóns Samsonarsonar í Kvæðiogdansleikir I, bls. ccxxx og ccxxxv.
Hér mætti einnig nefna að Jón Hjaltalín, sýslumaður í Reykjavík, hélt jólagleði
nokkru fyrr, líklega skömmu fyrir miðja 18. öld. Um gleði Jóns segir í einu
sunnlenzku vikivakakvæði: „Hjá hönum Jóni Hjaltalín / hopa menn sér til
vansa, / allan veturinn eru þeir að dansa“. Sjá Kvæðiogdansleikir I, bls. ccxxxiii
og II, bls. 94.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 111