Saga - 2009, Page 112
arlistinni. Nokkur kvæði sýna reyndar að fólk hefur treyst sér mis-
vel til þátttöku; yfirleitt eru það þó karlmennirnir sem kvarta:21
kunni ei maður kvæðin ný / kímin fram að segja, / eins og
draugur dansi í / dapur hlýtur að þegja.
eða:
Meyjarnar báðu mig til leiks eg gengi, / en eg sagði það sem var,
/ eg kynni ekki að kveða par. / Þó dansaði eg með þeim lengi.
3. Af dæmunum hér að framan er greinilegt að a.m.k. sumu dans-
fólkinu hefur vafist tunga um tönn. en hvað losar þá um málbeinið,
og skáldgáfuna ef því er að skipta, ef ekki áfengi? ofdrykkja var ein-
mitt eitt af því sem yfirvaldið amaðist við og taldi leiða til „ólifnaðar“.
Hér endurspegla kvæðin þann veruleika sem aðrar heimildir eru til
vitnis um, því drykkjuskap ber gjarnan á góma í danskvæðunum, t.d.
í einu kvæðiskorni og einu sunnlenzku vikivakakvæði:22
kætir sveitir vínið væna, / víst það flestir skilja vel.
eða:
Þeir eru að drekka og dominera, / duga því að leika bezt.
Þótt dæmin tvö gefi reyndar hvergi til kynna að um ofdrykkju hafi
verið að ræða, bera þau vott um að áfengi hafi þótt viðeigandi þar
sem dansað var. Þetta leiðir hugann að vísunni um hoppfögru ekkj-
una sem getið var um í upphafi greinarinnar og var öldrukkin
þegar hún dansaði, að líkindum þegar á 10. öld.
4. Hið fjórða sem greina má í íslenskum danskvæðum og tengist
neikvæðri umfjöllun um gleðina er samdráttur karls og konu. eins
og gefur að skilja var gleðin ekki einungis samkoma vina, heldur
einnig vettvangur nýrra kynna. Piltar og stúlkur, eins og það hét,
gáfu hvort öðru auga, og ekki verður annað sagt en að útlitið hafi
haft sitt að segja; sérstaklega eru það karlmennirnir sem lofa líkam-
legt atgervi og búnað kvennanna:23
… hún er svo fögr og frygðarlig / fínlega uppá sjálfa sig / sem
sýnist mér. / Víf er ekki vænna’ á mínum dómi / en Vest firð -
ínga blómi.
aðalheiður guðmundsdóttir112
21 Kvæðiogdansleikir II, bls. 118. — Íslenzkirvikivakarogvikivakakvæði, bls. 249.
22 Íslenzkirvikivakarogvikivakakvæði, bls. 315. — Kvæðiogdansleikir II, bls. 94.
23 Íslenzkirvikivakarogvikivakakvæði, bls. 256, 336 og 384. — Kvæðiogdansleikir II,
bls. 66.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 112