Saga - 2009, Page 114
hér að ofan eru aðeins örfá af mörgum. Í raun má segja að eitt aðal-
umfjöllunarefni kvæðanna sé samdráttur karls og konu, enda hefur
gleðin væntanlega verið hinn besti vettvangur fyrir fólk í hjúskap-
arhugleiðingum, eins og eftirfarandi dæmi bera með sér:25
Mey vill Hoffinnur, / mey vill Alfinnur, / mey vilja allir Hoffins
sveinar.
ekki vill hún Ingunn / dansa við hann Svein. / Annan fær hún
ungan mann / og dansa þau á svelli, / en tunglið skín á felli.
/ Litla Sigga lipurtá / dansar við hann Bjarna …
Gaman þykir að vikjuvaka, / þá virðar með sér brúðir taka, /
kappasveit og sprundið spaka / spara ekki tilkvæðin.
… með dansleik hafa drengir sér / drós oft kríað væna …
og að lokum:
Bíttu mín við Bóndahól, / baugalofnin svinna. / Þar er skjól, /
og þar vil eg þig finna.
5. Lauslæti: en svo í orði sem á borði. Allnokkur kvæði gefa til
kynna að mikið hafi verið um kossa og annars konar flens á dans-
leikunum. kossa ber bæði á góma í 3. pers. frásögn og 1. pers., svo
sem:26
Hindarleikurinn hann er að vísu búinn / Hver ei víkja’ að
kæru kann, / þá kyssi’ hana einhver fyrir hann. / Þetta segi’ eg
þó að eg sé lúin.
… í kvöld skal hann kyssa’ hana / aldrei skal hann missa’
hana. / Vel, vel, viti menn, / vel skal hann hennar njóta.
og:
… þýða kyssi eg þorna brú, / þessi má mér líka.
yfirvaldið kvartaði þó reyndar ekki svo mjög undan kossum, held-
ur þurfti meira til, því að eins og áður kom fram var lauslæti ofar-
lega á blaði þeirra sem gagnrýndu gleðina og þá væntanlega fyrst
og fremst vegna afleiðinga þess. Ótímabærar þunganir kvenna og
þar með barnsfæðingar voru einn af fylgifiskum gleðinnar og gátu
reynst sveitunum þungar í skauti. Samkvæmt heimildum Magn -
aðalheiður guðmundsdóttir114
25 Íslenzkirvikivakarogvikivakakvæði, bls. 108 og 397–398. — Kvæðiogdansleikir II,
bls. 105, 117 og 179.
26 Íslenzkirvikivakarogvikivakakvæði, bls. 105 og 386. — Kvæðiogdansleikir II, bls.
181.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 114