Saga - 2009, Side 115
úsar Stephensen dómstjóra áttu hvorki meira né minna en nítján
börn að hafa komið undir á Jörfagleði í Dalasýslu árið áður en hún
var lögð af, þ.e. 1706.27 og jafnvel þótt ofsögum fari af fjölda
þungaðra danskvenna í Dölunum þetta ár má engu að síður gera
ráð fyrir að ástand sem þetta hafi aukið á byrði bænda og umsýslu
yfirvalda og hvatt þau til að halda gleðisamkomum niðri.
Sögn úr safni Jóns Árnasonar varpar nokkru ljósi á tíðarandann,
en þar segir á átakanlegan hátt frá ungri vinnukonu sem hafði orðið
þunguð, alið barn og borið það út. Nokkru síðar er henni boðið að
taka þátt í gleði, en hún býst við að þurfa að sitja heima þar sem
hana vantar hæfilegan fatnað. Þegar gleðin er hafin situr hún og
mjólkar ær í kvíum og kvartar undan raunum sínum við aðra konu;
heyrir hún þá kveðið:28
Móðir mín í kví, kví,
kvíddu ekki því, því;
ég skal ljá þér duluna mína
að dansa í
og dansa í.
Skyldu raunir vinnukonunnar vísa til þess veruleika sem að fram-
an er lýst? Svo mikið er a.m.k. víst að erfiðleikar hinna þunguðu
kvenna urðu síst minni en ráðamannanna sem véluðu um örlög
þeirra.29
Samkvæmt því sem Bogi Benediktsson segir í Sýslumannaæfum
gátu gleðirnar að Jörfa og Staðarfelli í Dalasýslu orðið svo fjöl-
mennar að húsin rúmuðu ekki gestina, en við það fór unga fólkið
yfir í útihúsin eða eitthvert annað og urðu þá, eins og hann orðar
siðferði gleðinnar 115
27 Magnús Stephensen, Eptirmæli AtjánduAldar eptir Krists híngadburd, frá Ey-
konunniIslandi (Leirárgörðum vid Leirá 1806), bls. 346–347.
28 Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II. Útg. Jón Árnason (Reykjavík 1954), bls.
217–218.
29 Lausaleiksbörn voru óvelkomin, enda – eins og Inga Huld Hákonardóttir
segir í bók sinni Fjarrihlýjuhjónasængur – ávextir syndarinnar. Hart var tekið
á frillulífisbrotum sem voru, ásamt annars konar „saurlífi“, svo algeng á 16.
öld að ráðamenn sáu ástæðu til að setja hinn svokallaða Stóradóm á Alþingi
árið 1564. Um Stóradóm, ásamt umfjöllun um óskilgetin börn fram á 19. öld,
sjá Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur. Öðruvísi Íslandssaga
(Reykjavík 1992), bls. 61–88 og 153–164. Lauslæti er einmitt einn af þeim löst-
um sem erlendir ferðamenn á 16. öld bera upp á Íslendinga, sbr. t.d. einar
Sigmarsson, „Inngangur“, í Arngrímur Jónsson, BreviscommentariusdeIslandia.
StuttgreinargerðumÍsland. Útg. einar Sigmarsson (Reykjavík 2008), bls. 44.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 115