Saga - 2009, Qupperneq 116
það, mörg skyndibrúðkaupin.30 Það lauslæti sem getið er um í
sagnfræðilegum heimildum31 á sér að mörgu leyti samsvörun í
kvæðunum, sem skírskota svo aftur til þess sem fram fór í gleðinni
sjálfri:32
Þegar eg er nú þannig fær, / eg þreifa’ að hnjánum leingra, /
bannar mér þá brúðurin skær / beint við sig að glíngra. / Ó,
minn kæri, / mig kitlar á læri …
Meðan öngvir menn til sjá, / máttu flýta þér. / Ljáðu mér leysa
lindann, / og liggðu hjá mér. … kunnir þú engin kærleiks hót,
/ þá vil eg kenna þér. … „ekki mun þér,“ kvað auðarlín, / „við
aðra betra að eiga, / því iðkað hef eg um ævi mín / afmorsleik
við margan mann. / Svo sagði stúlkan. / Virðar eftir vilja sín /
veittu blíðu af sér …
og hér er dæmi um herramann sem gengur hreint til verks, ef svo
má segja:
Sannleik allan segi eg þér, / seimaskorðin káta; / sofa vil eg í
sæng hjá þér, / segðu nei eður játa.
Lauslætið, eins og því hefur verið lýst hér að framan, er að því leyti
sýnilegt að það á sér stað á opinberum vettvangi og afleiðingarnar
geta haft bein áhrif á samfélagið, þ.e. ef það leiðir til þungunar og
barnsburðar. Í þessum skilningi verður hið frjálslega háttalag sam-
komugesta að teljast óábyrgt, enda fellur það væntanlega undir það
sem valdamenn kölluðu „siðleysi“. en lauslætið gat tekið á sig
óhugnanlegri mynd en einungis þá er varðaði samdrátt tveggja ein-
staklinga; þetta verður best séð af kvæðum sem bera vott um
hegðun eða háttalag sem snertir líklega ekki með eins afgerandi
hætti velferð samfélagsins en vekur upp öllu áleitnari spurningar
um merkingu hugtaka á borð við siðferði og „siðleysi“. Sem dæmi
í þessa veru mætti nefna kvæði sem ber heitið Dansinnundirhlíða.
kvæðið fjallar um átján danskonur og einn karlmann og segir frá
því þegar danskonurnar „nauðga“, að því er virðist, dansherranum
— þ.e. þær draga hann nauðugan í dansinn, og kvæðið má jafnvel
aðalheiður guðmundsdóttir116
30 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir II (Reykjavík 1889–1904), bls. 669–670.
31 Sbr. t.d. Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur og Már Jónsson,
útg., Dulsmál1600–1900:fjórtándómarogskrá (Reykjavík 2000).
32 Íslenzkirvikivakarogvikivakakvæði, bls. 144. — Kvæðiogdansleikir II, bls. 68–69
og 181.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 116