Saga - 2009, Síða 117
skilja sem svo að konurnar hafi brotið meira á manngreyinu en
sæmilegt þykir, enda létu þær hann dansa sér til óbóta. Í kvæðinu
segir m.a.:33
Um hann vófu arma hvíta, / eigi var koss að bíða … Nauðg -
uðu hönum niftir spanga / og neyddu hann sína blíðu að
fanga … Blóðugur á báðum fótum / bograða hann í leik með
snótum … drengnum þótti ei dansinn góður, / drógu þær hann
um gólfið þar, / átján voru konurnar. / Af því varð hann ærið
hljóður, / ofsókn varð að líða.
Hvernig svo sem á kvæðið er litið, hvort sem við teljum það vera
ort til gamans eða af alvöru, hlýtur það að bera vott um „siðleysi“
fremur en lauslæti að því leyti að maðurinn er fórnarlamb, en þar
að auki vekur það nokkra athygli að hann skuli vera fórnarlamb
kvenna. kvæðið varpar því ekki einungis ljósi á siðferðisvitund
kvennanna, heldur dregur það einnig upp nokkuð óvænta mynd af
samskiptum kynjanna og þá jafnvel einnig stöðu þeirra í menningu
gleðinnar. Vel má hugsa sér að hér sé á ferðinni umsnúningur í
anda hláturmenningar 16. og 17. aldar, sem fólst í því að hið háleita
var dregið niður á lægra plan og öfugt; húmor af þessu tagi er tal-
inn tilheyra þeirri skemmtanamenningu sem kennd er við karnival
(sbr. kjötkveðjuhátíðir) og einkennir mjög alþýðlega skemmtun
þessara alda í öðrum evrópulöndum — og hví skyldi angi þeirrar
menningar ekki fyrirfinnast í skemmtanasiðum Íslendinga?34
Annað kvæði, sem einnig vekur upp spurningar um mörk laus-
lætis og siðleysis, fórnarlambs og gerenda, er eitt ónytjukvæði.
Um er að ræða vikivakakvæði og þótt efni þess sé reyndar ekki
beinlínis heimild um gleðina sjálfa, líkt og efni kvæðanna hér að
framan, hefur það væntanlega verið flutt á slíkum vettvangi; þeir
atburðir sem dansfólkið söng um hljóta svo aftur að endurspegla
samfélagið og vísa til veruleika þess. Hér segir frá stúlku sem
virðist vön að leggja leið sína til skipa erlendra sjómanna á 17. öld.
siðferði gleðinnar 117
33 Kvæðiogdansleikir II, bls. 87–88.
34 karnivalísk skemmtanamenning einkennist af miklu frelsi og tilslökun á
hefðbundnum siðareglum. Að hluta til byggist hún á fornum hefðum, svo
sem þeim sem tíðkuðust á rómverskum hátíðum. Sé hinni íslensku gleði líkt
við þá stemningu sem einkenndi karnivalískar hátíðir, er það í raun síður en
svo fráleit hugmynd hjá íslenskum menntamönnum að líkja henni við hinar
fornu Bakkusarhátíðir, enda augljós tengsl þar á milli. Sjá Mikhail Bakhtin,
RabelaisandHisWorld, bls. 7, 76 og 288.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 117