Saga - 2009, Page 118
Titill kvæðisins, eitt ónytjukvæði, á væntanlega að vísa til stúlk-
unnar sem um ræðir, og ekki á jákvæðan hátt. kvæðið hefst á þess-
um orðum:35
Drósin við Danskinn / dulmælin jók, / hún kyssti hann Her -
mann, / þá húma tók.
Síðan segir m.a.:
… Hún skundar þangað sem skipið lá, / skal eg ei ljúga
aðburð þann … Beykararnir [beykjarnir/tunnusmiðirnir]
báðir senn / brúði í móti renna, / þeir bjóða henni tröfin tvenn
[tvo klúta] / tróðu gulls að spenna. / Hún kvaðst finna fleiri
menn / að fá sér eina mjaðarkann, … Hún kvaðst ei gegna
öllum í senn. …
Við sögu koma, auk beykjanna, Hinrik (þýskur), lítill Mikell, Langi
Hannas, búðarloka og Hans Rubín — og áfram segir:
Mey var sett á miðjan bekk, / mjöð um hennar varir rann …
Langi Hannas leiddi fljóð / í loftið inn að sofa … So var hún af
ölinu óð. … Brúði drakk hann bjór uppá, / bátsfólk allt í hug-
anum brann … Fékk so klæðin frábær sú / fest á silfurkrók.
Ungfrúin fékk sem sagt klæði og klúta fyrir blíðu sína, sem aftur
þótti hæfa sem umfjöllunarefni danskvæðis.36
Þótt fátt eitt verði fullyrt um efni eins ónytjukvæðis, er ekki
óhugsandi að atburðir á borð við þann sem þar er lýst hafi átt sér
stað, enda er líklegt að samskipti Íslendinga við erlenda sjómenn
hafi verið með ýmsu móti. Svo vitnað sé í rit Arngríms lærða, Brevis
aðalheiður guðmundsdóttir118
35 Kvæði og dansleikir II, bls. 77–81; sbr. Íslenzkir vikivakar og vikivakakvæði, bls.
291–292 og 313–314.
36 Mikið var um erlend skip við strendur Íslands, a.m.k allt frá 15. öld. 14. öldin
hefur stundum verið nefnd „norska öldin“, þar sem viðskipti Íslendinga við
Norðmenn voru ráðandi þá. Með sama hætti hefur 15. öldin verið nefnd
„enska öldin“ og 16. öldin „þýska öldin“. Heitin gefa til kynna hvaða þjóðir
voru ráðandi við strendur Íslands hverju sinni, en þýsk skip stunduðu héðan
útflutning á 15. og 16. öld og ensk skip útflutning og veiðar fram á 18. öld. Á
16. öldinni var einnig nokkuð um dönsk skip og þeim fjölgaði á 17. öld með
einokunarverslun Dana sem stóð til árisins 1787. ennfremur stunduðu
Hollendingar, Frakkar og Spánverjar veiðar á Íslandsmiðum, mest á 17. öld;
Spánverjar á fyrri hluta aldarinnar en Hollendingar og Frakkar alla þá öld og
frameftir. yfirlit yfir skipakomur til Íslands fram á 16. öld, sjá Björn
Þorsteinsson, Íslensk miðaldasaga (Reykjavík 1978), bls. 276–278, 307–309 og
338–344. Um skipakomur fram á 17. öld, sjá Helgi Þorláksson, „Frá kirkju-
valdi til ríkisvalds“. SagaÍslands VI. Ritstj. Sigurður Líndal (Reykjavík 2003),
bls. 142–161.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 118