Saga - 2009, Page 119
commentarius, sem hann skrifaði (og lauk árið 1592) í þeim tilgangi
að andmæla rangfærslum í skrifum Dithmars Blefken um Ísland og
Íslendinga, gerir hann mikinn greinarmun á góðu og vönduðu fólki
annars vegar og skríl eða dusilmennum hins vegar. Síðarnefnda
hópinn segir hann hafa dvalið …37
… í íslenskum sjávarbyggðum en á hverju ári streymir þangað
á vertíð harla sundurleitur lýður, spilltur af dáðleysi erlendra
sjóara ekki síður en sínu eigin, og leggst þar iðulega í siðleysi
og saurlífi.
Vera má að stúlkur á borð við þá sem kveðið var um, sem vöndu
komur sínar til sjómanna, hafi fyrirfundist og verið af því sauðahúsi
sem Arngrímur lýsir. Í þessu samhengi mætti líka nefna þjóðlífs -
lýsingu Magnúsar Stephensen, Island idetAttendeAarhundrede, þar
sem hann segir dansmenningu Íslendinga hafa lifað hvað lengst
þar sem menn komu saman við sjávarsíðuna.38 Sé staðreyndin sú,
vekur hún upp spurningar um hvort samhengi kunni að vera á
milli dansleika og hins „sundurleita lýðs“ sjávarbyggðanna. Þótt
þess sé reyndar hvergi getið með beinum hætti hvers konar fólk
sótti dansleikana eftir að „heldri“ mennirnir hættu því, líkt og
eggert Ólafsson gat um og greint var frá hér að framan, verður ekki
betur séð en að Magnús sé honum sammála um að dansleikar hafi
undir það síðasta verið bundnir við alþýðuna, enda stóðu höfuðból
landsins, bústaðir betri bænda, yfirleitt ekki við sjávarsíðuna. Þá
gætu gróteskar lýsingar kvæðanna einnig gefið til kynna að sá
hópur fólks sem þau vísa til og stundaði samkomurnar hafi ekki
verið af efstu stigum samfélagsins. Það samfélag sem þau sýna
mun þó varla hafa verið minnihlutahópur á borð við þann sem
Arngrímur nefnir „dusilmenni“, enda samsvarar vitnisburður kvæð -
anna á margan hátt annars konar heimildum um siði og hagi
alþýðu manna, auk þess sem þekktustu gleðirnar voru haldnar til
sveita en ekki við sjávarsíðuna. Það er því ekkert sem mælir gegn
siðferði gleðinnar 119
37 einar Sigmarsson, „Inngangur“, bls. 25 og 37. — Arngrímur Jónsson, Brevis
commentariusdeIslandia, bls. 242.
38 Þetta á við þar sem Magnús nefnir hringbrot, sem hann telur vera hinn eina
„þjóðardansleik“ Íslendinga. Að sögn Magnúsar var hringbrotið enn iðkað í
skólum landsins og við sjávarsíðuna á síðari hluta 18. aldar, sbr. Magnús
Stephensen, IslandidetAttendeAarhundrede (kjøbenhavn 1808), bls. 233–234.
Nauðsynlegt er að hafa í huga að skrif Magnúsar eru u.þ.b. tveimur öldum
yngri en skrif Arngríms, enda skal sá fyrirvari hafður á tengingu heimildanna
hér að ofan.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 119