Saga - 2009, Page 122
hjalti hugason
Átök um samband ríkis og kirkju
Deilur Guðmundar Arasonar
og kolbeins Tumasonar í kirkjupólitísku ljósi
Guðmundur Arason og kolbeinn Tumason háðu hatrammar deilur um for -
ræði yfir Hólastól og þar með fjármálastjórn kirkjunnar, sem og um dóms-
vald í málum klerka. einnig skapaði kjör Guðmundar til biskups spennu
milli þeirra. Deilur þessar voru pólitískar og kirkjupólitískar en höfðu einnig
persónulega hlið þar sem þeir Guðmundur og kolbeinn voru nátengdir og
báðir trúir þegnar kirkjunnar. Í þessari grein verða deilur þessar skoðaðar í
kirkjusögulegu ljósi, einkum með tilliti til stefnu Gregoríusar VII páfa, og
sýnt fram á hvernig þeir Guðmundur og kolbeinn aðhylltust hvor sína
stefnu varðandi samband „ríkis“ og kirkju.
Guðmundur Arason (1161–1237), biskup á Hólum, og kolbeinn
Tumason (um 1173–1208), goðorðsmaður og skáld á Víðimýri í
Skagafirði, reyndust miklir áhrifavaldar í lífi hvor annars. kolbeinn
réð mestu um að Guð mundur varð biskup. Með því átti hann þátt
í að varpa Guðmundi út í hringiðu átaka við höfðingjavaldið í land-
inu sem vöruðu það sem Guð mundur átti ólifað, ollu því að hann
var brottrækur af stóli sínum hvað eftir annað og hljóta að hafa
reynst honum þung raun ævina á enda. Fram an af var kolbeinn
helsti andstæðingur biskups í þessum átökum en þau kostuðu
hann sjálfan lífið í Víðinessbardaga 9. september 1208.
Um átök þeirra kolbeins og Guðmundar er víða getið, einkum
þó í helstu frásagnarheimildum um Guðmund, Prestssögunni í
Sturl ungu, Guðmundarsögunum og Íslendinga sögu Sturlu Þórðar -
sonar (1214–1284). einnig segir stuttlega frá deilunum í Páls sögu
byskups.1 eins og drepið verður á er nokkur blæbrigðamunur milli
Saga XLVII:1 (2009), bls. 122–148.
1 Páls saga byskups, Biskupasögur 2. Hungurvaka, Þorlákssaga byskups in elzta,
Jarteinabók Þorláks byskups in forna, Þorláks saga byskups yngri, Jarteinabók
Þorláks byskups önnur, Þorláks saga byskups C, Þorláks saga byskups e, Páls
saga byskups, Ísleifs þáttr byskups, Latínubrot um Þorlák byskup. Ásdís
egilsdóttir gaf út. Íslenzkfornrit 16. Ritstj. Jónas kristjánsson (Reykjavík 2002),
bls. 321–323 (15. kap.).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 122